Hjá Viðskiptaráði eru til húsa 17 sjálfstæð millilandaráð. Markmið ráðanna er að byggja upp og viðhalda viðskiptatengslum á milli Íslands og viðkomandi landa.
Millilandaráðin eru 17 talsins. Hvert ráð starfar sjálfstætt með sína eigin stjórn og starfsemi. Saman mynda þau svo sterka heild og um leið vettvang til samstarfs og tengsla.
Hér má sjá lista yfir starfandi millilandaráð en nánari upplýsingar um hvert og eitt þeirra má finna á viðeigandi vefsíðum:
Amerísk–íslenska viðskiptaráðiðStofnað 1988
Bresk–íslenska viðskiptaráðiðStofnað 1997
Dansk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 2000
Finnsk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 2025
Fransk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 1990
Færeysk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 2012
Grænlensk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 2012
Ítalsk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 2001
Japansk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 2017
Kandaísk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 2025
Norðurslóða viðskiptaráðiðStofnað 2013
Pólsk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 2019
Spánsk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 1997
Sænsk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 1997
Þýsk-íslenska viðskiptaráðiðStofnað 1995Millilandaráðin gegna mikilvægu hlutverki við uppbyggingu viðskiptatengsla milli íslenskra fyrirtækja og erlendra og stendur fyrir fjölþættri starfsemi sem styður við það hlutverk ásamt því að stuðla að aukinni alþjóðavæðingu í íslensku atvinnulífi. Innan ráðanna fer fram öflugt samstarf sem miðar ennfremur að því að bæta aðgengi innlendra fyrirtækja að erlendum mörkuðum og styrkja velvild í þeirra garð.
Fyrir nánari upplýsingar um millilandaráðin hafið samband við Viðskiptaráð í síma 5107100 eða í tölvupósti á bilateral@chamber.is.

Hvort heldur er um ráðgjöf, beina þjónustu eða vinnu að hagsmunamálum gerir Viðskiptaráð sitt besta við að leysa hratt og greiðlega úr málum aðildarfélaga. Ennfremur gefur ráðið út upprunavottorð og ATA Carnet skírteini.