Beint į leišarkerfi vefsins

Ašild aš Višskiptarįši

2011.05.18 aðild að VÍ
Bæklingur um aðild að
Viðskiptaráði Íslands.
Smelltu til að skoða.

Með því að gerast aðili að Viðskiptaráði Íslands getur fyrirtæki þitt tekið þátt í að móta íslenskt viðskiptalíf, notfært sér margvíslega þjónustu ráðsins, komið hugmyndum og málefnum á framfæri, varið mikilvæga viðskiptahagsmuni í gegnum þriðja aðila og eflt bæði innlent og alþjóðlegt tengslanet.

Rafræna umsókn um aðild að ráðinu má nálgast hér.
Aðild að Viðskiptaráði felur meðal annars í sér eftirfarandi:

  • Félagar hafa öflugan málsvara sem gætir hagsmuna þeirra gagnvart hinu opinbera og öðrum, bæði sértækra hagsmuna einstakra félaga og hagsmuna viðskiptalífsins í heild.
  • Félagar efla innlent tengslanet sitt í gegnum stjórn Viðskiptaráðs, málefnahópa, Viðskiptaþing og reglulega fundi um málefni sem varða atvinnulífið.
  • Félagar efla alþjóðlegt tengslanet sitt í gegnum samstarf Viðskiptaráðs við önnur viðskiptaráð og hagsmunasamtök erlendis, millilandaráð og sendiráð hérlendis sem erlendis.
  • Félagar fá ráðgjöf og þjónustu Viðskiptaráðs án endurgjalds. Sem dæmi má nefna öflun og miðlun upplýsinga til aðildarfélaga, samskipti við opinbera aðila og lögfræðiráðgjöf. 
  • Félagar hafa áhrif á umsagnir Viðskiptaráðs um drög að reglugerðum opinberra stofnana og frumvörpum til Alþingis, oftast eftir beiðnir frá viðskiptanefnd og efnahags- og skattanefnd.
  • Félagar fá aðgang að fjölda viðburða og funda Viðskiptaráðs og fá betri kjör á námskeið Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík, en viðburðir eru oft haldnir eftir ábendingar frá félögum.
  • Félagar njóta afsláttarkjara af ATA skírteinum vegna tímabundins útflutnings og fá áritanir á yfirlýsingar um uppruna eða annað endurgjaldslaust.
  • Félagar hafa áhrif á útgáfu Viðskiptaráðs, en ráðið gefur út stefnumótandi skýrslur, skoðanir og greinar ár hvert sem ætlað er að auka veg aðildarfélaga í viðskiptum.


Vinsamlega smellið á „play“ hnappinn. Einnig má velja „more“ og „autoplay“.


Helstu upplýsingar um aðild að Viðskiptaráði Íslands má einnig finna í sérstökum kynningarbæklingi um aðild sem nálgast má hér. Þar að auki veitir Haraldur I. Birgisson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, nánari upplýsingar í síma 510-7100. Tengt efni:


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Félagar » Ašild

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta