Beint į leišarkerfi vefsins

Alžjóšlegt samstarf

Eins og algengt er hjá erlendum viðskiptaráðum er Viðskiptaráð Íslands einnig vettvangur tengsla, erlendra sem og innlendra. Viðskiptaráð er hluti af keðju um 12 þúsund viðskiptaráða um allan heim. Í gegnum tíðina hefur farið fram öflugt samstarf við önnur viðskiptaráð og hagsmunasamtök erlendis sem miðar að því að auka aðgengi innlendra fyrirtækja að erlendum mörkuðum og velvild til þeirra. Ráðið starfrækir einnig sérstök millilandaráð, bæði með beinum hætti og í samstarfi við aðra. Í dag eru sjö millilandaráð starfrækt af hálfu Viðskiptaráðs.

Starfsemi alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands helst í hendur við áhuga erlendra aðila á Íslandi hverju sinni. Almennt hefur áhugi á íslensku efnahagslífi aukist verulega samhliða auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja á erlendum vettvangi og ekki síður í kjölfar hruns fjármálakerfis Íslands. Þessi áhugi kemur úr öllum áttum en þar má m.a. nefna erlenda blaðamenn, fyrirtæki og hagsmunaaðila tengda íslenskum fyrirtækjum með alþjóðlega starfsemi, alþjóðleg greiningarfyrirtæki og alþjóðlega fjárfesta.

Samskipti við erlenda aðila
Alþjóðasvið Viðskiptaráðs og millilandaráðin eiga mikil og góð samskipti við sendiráð og ræðisskrifstofur erlendra ríkja hér á landi og mun Alþjóðasvið halda áfram að styrkja þau tengsl. Samstarf Alþjóðasviðs við utanríkisráðuneytið, íslensk sendiráð og Útflutningsráð hefur einnig farið vaxandi.

Alþjóðleg tengsl Viðskiptaráðs eru einnig í gegnum Landsnefnd alþjóða viðskiptaráðsins sem er hluti af Alþjóðaviðskiptaráðinu í París (ICC). Helsta baráttumál ICC er hindrunarlaus milliríkjaviðskipti á öllum sviðum. Um 8.000 fyrirtæki eiga aðild að ICC um heim allan.

Įberandi þáttur í starfi Alþjóðasviðsins er móttaka erlendra gesta og samskipti við þá. Fjölmargar viðskiptasendinefndir sækja Viðskiptaráð heim á hverju ári og er tilgangur heimsókna sendinefndanna að kynnast íslensku viðskiptalíf. Alþjóðasviðið hefur því einnig skipulagt fundi slíkra sendinefnda og forsvarsmanna innlendra fyrirtækja.

Nálgast má frekari upplýsingar um starfsemi hvers og eins ráðs á síðu Alþjóðasviðs.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Félagar » Alžjóšlegt samstarf

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta