Beint į leišarkerfi vefsins

Lögfręširįšgjöf

Lögfræðingur Viðskiptaráðs tekur að sér umsjón með ýmsum verkefnum fyrir aðildarfélög ráðsins endurgjaldslaust. Hann svarar m.a. fyrirspurnum sem tengjast inn- og útflutningi á vörum, starfsmannamálum, tiltekinni löggjöf og/eða reglugerðum sem tengist rekstri fyrirtækja.

Lögfræðingur ráðsins tekur einnig að sér að veita almenna lögfræðiráðgjöf, iðulega í formi stuttra álitsgerða, í tengslum við umfangsmeiri álitamál. Það er vilji Viðskiptaráðs að slík ráðgjöf sé til þess fallin að skýra fyrir aðildarfélögum réttarstöðu þeirra í tilteknum málum og að þeim sé þar með veittar leiðbeiningar um mögulegar málalyktir.

Gerðardómur Viðskiptaráðs
Į vegum Viðskiptaráðs Íslands starfar sérstakur gerðardómur. Tilgangurinn með gerðardómnum er að bjóða aðildarfélögum ráðsins aðra leið til að leysa úr ágreiningi en almenna dómstóla. Bæði gerðardómsmeðferðin og úrskurður dómsins eru háð trúnaði. Aðildarfélög geta með málsskoti til gerðardómsins fengið niðurstöðu í mögulegum ágreiningi með skjótum og öruggum hætti. Viðskiptaráð býður jafnframt upp á aðstoð við að leysa úr viðskiptadeildum með sérstakri sáttamiðlun. 


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Žjónusta » Lögfręširįšgjöf

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta