Beint į leišarkerfi vefsins

Geršardómur

Į vegum Viðskiptaráðs Íslands starfar sérstakur gerðardómur (e. The Nordic Arbitration Centre). Tilgangurinn með gerðardómnum er að aðilar fái niðurstöðu í ágreiningi með skjótum og öruggum hætti. Gerðardómurinn er hlutlaus aðili sem leggur hlutlægt mat á úrlausnarefni.

Gerðardómarar
Śrlausn ágreinings fyrir Gerðardómi Viðskiptaráðs er í höndum gerðardómsmanna sem starfa í samræmi við reglugerð Gerðardómsins eða aðrar reglur sem málsaðilar hafa samið um. Stjórn Gerðardómsins tekur afstöðu til þess hvort gerðarsamningur sé til staðar milli málsaðila. Sé svo þá er málinu vísað til gerðardómsmanna.

Aðilum er heimilt að semja sérstaklega um skipan og fjölda gerðardómsmanna en hafi ekki verið um annað samið eru þeir þrír. Stjórn Gerðardómsins er eini þar til bæri aðilinn sem staðfestir skipan gerðardómsmanna. Gerðardómsmenn þurfa að uppfylla tilteknar persónubundnar kröfur og sérsök hæfisskilyrði héraðsdómara. Þeir geta verið sérfróðir á því sviði er snýr að ágreiningsefninu.

Um leið og búið er að skipa gerðardómsmenn þá vísar skrifstofa Gerðardómsins málinu til þeirra, að því gefnu að búið sé að greiða skráningargjald og fyrirframgreiðslu vegna gerðarmeðferðar sem ákveðin er af stjórn Gerðardómsins. Meginreglan er að gerðardómsmenn hafa 6 mánuði frá því gerðarmeðferð hófst til að endanlega úrskurða í málinu.

Śrskurður gerðardómsins er endanlegur og bindandi fyrir málsaðila. Úrskurður gerðardómsins er jafnframt aðfararhæfur í yfir 144 löndum, sem stafar af því að Ísland er aðili að New York samningnum um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardómsúrskurða. Gerðardómurinn er ekki opinber og því geta málsaðilar haldið ágreiningi sínum eða viðkvæmum málum út af fyrir sig.

Samningsákvæði
Hér á eftir fylgja tillögur um orðalag ákvæðis í viðskiptasamningi sem vísar ágreiningi til Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Annars vegar er tillaga um ákvæði í samningum íslenskra aðila og hins vegar þegar íslenskir og erlendir aðilar eiga hlut að máli.

„Allur ágreiningur, deilur eða kröfur sem kunna að rísa vegna eða í tengslum við samning þennan, þar á meðal stofnunar hans, gildi, samningsbrots eða riftunar, skal leyst úr með gerðarmeðferð í samræmi við reglugerð Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands sem í gildi er þegar gerðarmeðferð hefst og skal reglugerðin fyrir gerðardóminn gilda um málsmeðferð. Ákvæði þetta ásamt reglugerðinni teljast gerðarsamningur milli undirritaðra samningsaðila.“
„Any dispute, controversy, or claim arising out of, or in relation to, this contract, including the validity, invalidity, breach or termination thereof, shall be resolved by arbitration in accordance with the Arbitration Rules of the Nordic Arbitration Centre of the Iceland Chamber of Commerce in force on the date on which the arbitration is commenced.“

Taka ber fram að þótt ekki sé samið fyrirfram um gerðarmeðferð, er hægt að semja um slíkt eftir að ágreiningur er kominn upp. Eftirfarandi ákvarðanir þurfa að koma fram:

  • Gerðardómur Viðskiptaráðs leysi úr ágreiningi.
  • Reglugerð Gerðardóms Viðskiptaráðs og samningur um gerðardóm myndi gerðarsamning.
  • Viðfangsefni dómsins.
  • Gerðarmenn ákveði málsmeðferð.
  • Málsmeðferð ef útivist verður af hálfu annars aðilans.
  • Eftir lögum hvaða lands skal farið með úrlausn ágreinings.
  • Tungumál gerðarmeðferðar.
  • Gerðardómsúrlausn sé bindandi og endanleg og aðilar skuldbindi sig til að fara ekki með málið fyrir almenna dómstóla.

Kostnaður við málsmeðferð
Samkvæmt 1. gr. Viðauka B í reglugerð Gerðardóms VÍ greiðir gerðarbeiðandi skráningargjald að jafnvirði 1.000 EUR. Gjaldinu þarf að fylgja beiðni um gerðarmeðferð, en gjaldið er óafturkræft og telst hluti af heildarkostnaði við gerðarmeðferðina. 

Žóknun til gerðarmanna og annar kostnaður af málsmeðferðinni tekur mið af heildarhagsmunum viðkomandi máls samkvæmt gjaldskrá dómsins í Viðauka B, í samræmi við gjaldtöku sambærilegra gerðardómsstofnana víðs vegar um heim. Þegar beiðni um gerðarmeðferð og greinargerð gagnaðila liggja fyrir ákveður stjórn Gerðardómsins fjárhæð fyrirframgreiðslu sem málsaðilar þurfa að greiða. Stjórn Gerðardómsins er heimilt að ákveða að málsaðilar geti lagt fram bankaábyrgð í stað fyrirframgreiðslunnar.

Įður en gerðardómarar kveða upp endanlegan úrskurð ákveður stjórn Gerðardómsins endanlegan kostnað vegna gerðarmeðferðarinnar.

Stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs
Ķ stjórn gerðardómsins sitja: Andri Árnason (formaður), Baldvin Björn Haraldsson (varaformaður), Eiríkur Elís Þorláksson, Gunnar Sturluson og Ásthildur Otharsdóttir.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um Gerðardóminn eru gefnar á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands. Skrifstofan hefur jafnframt milligöngu um samband við stjórn dómsins og tekur á móti beiðnum um gerðardómsmeðferð.
Ķtarefni um gerðardóm:


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Žjónusta » Lögfręširįšgjöf » Geršardómur

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta