Beint į leišarkerfi vefsins

Öflun og mišlun upplżsinga

Alþjóðavæðing íslensks viðskiptalífs hefur gert það að verkum að Íslendingar og íslensk fyrirtæki hafa mikilla hagsmuna að gæta gagnvart erlendum markaðsaðilum og öflugt upplýsingastreymi er orðinn grundvallarþáttur í samkeppnishæfni þeirra. Á undanförnum misserum hefur Viðskiptaráð Íslands lagt mikla vinnu í að útbúa aðgengilegar upplýsingar og miðla þeim til erlendra aðila sem hafa áhuga á íslensku viðskipta- og fjármálalífi.

Efni fyrir félaga á ensku
Nýlegar sviptingar hafa sýnt enn frekar fram á mikilvægi skilvirks upplýsingastreymis og þau vandamál sem geta skapast vegna skorts á samskiptum. Viðskiptaráð hefur brugðist við þessum vanda með því að vinna efni á ensku sem hefur auðveldað aðildarfélögum að skýra stöðu fyrirtækisins og hagkerfisins fyrir helstu hagsmunaaðilum. Efnið hefur ávallt verið unnið í nánu samstarfi við aðildarfélög Viðskiptaráðs, en það má nálgast hér.

Umfjöllun um starfsemi ráðsins
Viðskiptaráð gefur auk þess reglulega út Fréttabréf Viðskiptaráðs þar sem miðlað er hagnýtum upplýsingum til aðildarfélaga. Einnig eru birtar hér á vefnum fréttir og blaðagreinar sem tengjast starfi ráðsins á einn eða annan hátt. Í fréttabréfinu og í umfjöllun á vef er farið yfir starfsemi og útgáfu ráðsins, greint frá helstu lagabreytingum og öðrum ákvörðunum stjórnvalda er varða hagsmuni aðildarfélaga og komið á framfæri skilaboðum er varða málefni líðandi stundar.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Žjónusta » Mišlun upplżsinga

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta