Beint į leišarkerfi vefsins

Bakhjarl menntunar

Frá stofnun hefur Viðskiptaráð Íslands tekið þátt í uppbyggingu íslensks menntakerfis með áherslu á hagnýta menntun á sviðum atvinnulífs, enda fátt til meiri hagsbóta fyrir viðskiptalífið en öflugt og vel menntað starfsfólk. Þá hefur ráðið um árabil veitt styrki til framhaldsnáms erlendis sem veittir eru á árlegu Viðskiptaþingi í febrúar.

Stjórnendur í atvinnulífinu gera sér sífellt betur grein fyrir því að til þess að standast samkeppni þurfa fyrirtæki að hafa innan sinna vébanda hæft og vel menntað starfsfólk. Alþjóðavæðing atvinnulífsins gerir það að verkum að fyrirtækin búa við meiri samkeppni en áður og ný tækni og meira flæði upplýsinga leiða til þess að kröfur til starfsfólks aukast stöðugt.Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs um viðskiptamenntun
Til að mæta þessari eftirspurn eftir vel menntuðu og hæfu starfsfólki er mikilvægt fyrir atvinnulífið að taka virkan þátt í uppbyggingu menntunar. Að þessu hlutverki hefur Viðskiptaráð komið með markvissum hætti síðustu ár og áratugi. Stjórn ráðsins er fulltrúaráð sjálfseignarstofnunar Viðskiptaráðs um viðskiptamenntun (SVÍV). SVÍV á stærstan hluta í Háskólanum í Reykjavík og rak Verzlunarskóla Íslands um árabil. Skólanum hefur nú verið breytt í sjálfstæða sjálfseignarstofnun undir vernd Viðskiptaráðs og myndar stjórn ráðsins fulltrúaráð Verzlunarskólans.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Bakhjarl menntunar

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta