Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

24.12.2009

Glešileg jól

Viðskiptaráð Íslands óskar Íslendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Í stað þess að senda út prentuð jólakort gefur Viðskiptaráð samsvarandi upphæð til góðgerðarmála. Að þessu sinni var styrkurinn látinn renna til Fjölskylduhjálpar Íslands.

23.12.2009

Gjörbreytt skattkerfi oršiš aš veruleika

Skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar hafa nú öll verið afgreidd af Alþingi, ásamt fjárlagafrumvarpi næsta árs, eftir stutta yfirlegu alþingismanna. Það var viðbúið að frumvörpin fælu í sér stórtækar aðgerðir á sviði ríkisfjármála, enda ljóst að brúa þarf umtalsverðan halla á rekstri ríkissjóðs á skömmum tíma.

23.12.2009

Nįmsstyrkir Višskiptarįšs

Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um fjóra styrki til framhaldsnáms erlendis. Tveir styrkjanna eru veittir úr Námssjóði Viðskiptaráðs um upplýsingatækni en hinir tveir úr Námssjóði Viðskiptaráðs.

18.12.2009

Ummęli formanns LSR ekki į rökum reist

Vegna ummæla formanns Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um hugmyndir Viðskiptaráðs um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra og almennra starfsmanna telur ráðið rétt að koma eftirfarandi á framfæri.

16.12.2009

Nż skżrsla: Fjįrmįl hins opinbera - ašrar leišir fęrar

Ķ dag gaf Viðskiptaráð út skýrslu undir yfirskriftinni  Fjármál hins opinbera - aðrar leiðir færar. Skýrslunni er ætlað að bregða birtu á þróun ríkisfjármála undanfarin ár, galla á fyrirhuguðum skattabreytingum og mögulegar leiðir að því marki að koma á jöfnuði ríkisfjármála og tryggja áfram velferð í íslensku samfélagi.

15.12.2009

Athugasemdir Višskiptarįšs viš fyrirhugašar skattabreytingar

Viðskiptaráð hefur fylgst náið með aðgerðum stjórnvalda á sviði ríkisfjármála á undanförnum vikum og mánuðum, sem margar hverjar eru afar misráðnar. Bæði fjárlagafrumvarp næsta árs og nýleg frumvörp á sviði skattlagningar bera með sér ríka niðurskurðarfælni af hálfu stjórnvalda – á tímum þegar lítið svigrúm er til slíkra viðhorfa.

11.12.2009

Tķmi hugmyndafręši eša hagsżni?

Į næstu dögum verða teknar til umfjöllunar á Alþingi tillögur stjórnvalda um aðgerðir til að brúa fjárlagahallann sem blasir við ríkissjóði. Verkið er ekki öfundsvert.  Frekari skuldasöfnun er ekki í  boði og því ætti enginn að velkjast í vafa um mikilvægi þess að vel takist til við hagræðingu í rekstri hins opinbera. Valmöguleikarnir í þessum efnum eru tiltölulega einfaldir; auknar tekjur, minni útgjöld eða hvort tveggja.

10.12.2009

Fundur um įhrif skattabreytinga į atvinnulķfiš

Ķ gær hélt endurskoðunarfyrirtækið Deloitte opinn upplýsingafund í tilefni af nýju skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar kynntu lögfræðingar og endurskoðendur hjá fyrirtækinu helstu breytingar sem frumvarpið mun hafa á íslenska skattkerfið. Í máli þeirra kom m.a. fram að samkvæmt frumvarpinu verður arðsúthlutun skattlögð sem laun. 

10.12.2009

Sešlabanki Ķslands lękkar vexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti lækkun vaxta nú á fimmtudag. Í ljósi sérstakra aðstæðna í peningakerfi landsins einskorðast aðhaldsstigið ekki við stýrivextina líkt og almennt er, heldur er ástæða til að horfa til fleiri þátta.

8.12.2009

Įhugavert mįlžing FĶS og VR um skattamįl

Nú í morgun héldu Félag íslenskra stórkaupmanna og VR áhugavert málþing þar sem fjallað var um skattamál og breytta neysluhegðun í kjölfar efnahagssamdráttar. Á fundinum var m.a. kynnt ný könnun á viðhorfi almennings til skattkerfisbreytinga og áhrif þeirra á neyslu.

4.12.2009

Skašlegar skattaįherslur og einkennileg višbrögš yfirvalda

Nú eru rétt tæpir tveir mánuðir frá því fjárlagafrumvarp næsta árs var lagt fram á Alþingi. Fáum kom á óvart að þar er gert ráð fyrir stórtækum aðgerðum í ríkisfjármálum til að brúa fjárlagahalla ríkisins. Viðskiptaráð hefur gagnrýnt þá skattastefnu sem frumvarpið boðar, enda er ljóst að megnið af aðlögunaraðgerðum munu að eiga sér stað í gegnum skattahækkanir.

3.12.2009

Skattafrumvörp fyrir Alžingi – įlit félaga

Fyrir Alþingi nokkur frumvörp er varða breytingar á skattumhverfinu. Félagar eru hvattir til að koma athugasemdum sínum við þessi frumvörp áleiðis til ráðsins sem fyrst, svo ráðið geti fundið þeim farveg í umsögnum sínum á næstu dögum og vikum.

3.12.2009

Styrkir į Višskiptažingi 2010

Į árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs hafa undanfarin ár verið veittir fjórir styrkir til framhaldsnáms erlendis, en tveir styrkjanna eru veittir úr Námssjóði Viðskiptaráðs um upplýsingatækni og hinir tveir úr Námssjóði Viðskiptaráðs.

3.12.2009

Dómskerfiš: Annar möguleiki ķ stöšunni

Burðir dómstóla til að sinna eftirköstum efnahagshrunsins hafa verið í kastljósinu að undanförnu. Aukinn málafjöldi á nær öllum sviðum hefur valdið töluverðu álagi á dómskerfið og allar líkur á að framhald verði á þeirri þróun, líkt og kom fram í nýlegri ályktun Lögmannafélags Íslands.

27.11.2009

Skżrsla um rķkisfjįrmįl ķ desember

Viðskiptaráð hefur um árabil látið sig varða aðgerðir stjórnvalda á sviði ríkisfjármála. Í þeim efnum hefur ráðið barist fyrir samkeppnishæfara skattkerfi fyrir atvinnulíf og almenning. Um leið hefur ráðið vakið athygli á mikilvægi þess opinber útgjöld vaxi ekki úr hófi.

27.11.2009

Morgunveršarfundur: Mörg fyrirtęki ganga betur en upphaflega var įętlaš

Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, fjallaði um rekstrargrunn nýrra banka á fundi Viðskiptaráðs í gærmorgun um áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þar ræddi Birna m.a. nýlega ákvörðun gamla bankans að taka yfir Íslandsbanka og horfurnar framundan.

27.11.2009

Morgunveršarfundur: Endurskipulagning fyrirtękja er flókiš ferli

Į fundi Viðskiptaráðs í gærmorgun um áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja fjallaði Ásmundur Stefánsson, forstjóri Landsbankans, um áherslur í rekstri fyrirtækja sem eru í umsjón banka.

27.11.2009

Morgunveršarfundur: Dugnašarleysi og įkvöršunarfęlni leišir til stöšnunar

Endurskipulagning eignarhalds fyrirtækja var umfjöllunarefni Finns Sveinbjörnssonar, forstjóra Arion banka, á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í gærmorgun. Fundurinn var haldinn til að ræða áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja og leiðir til lausnar í þeim efnum.

27.11.2009

Morgunveršarfundur: Allar forsendur til stašar til aš endurreisa traust į bönkum

Ķ gærmorgun hélt Viðskiptaráð Íslands morgunverðarfund undir yfirskriftinni Įhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Meðal framsögumanna var Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, en erindi hans varðaði fjármagnsskipan ríkisbanka út frá samningaviðræðum gömlu og nýju bankana og ríkisins.

27.11.2009

Morgunveršarfundur: Ólķfvęnleg fyrirtęki į aš selja eša fara meš ķ žrot

Į fundi Viðskiptaráðs í gærmorgun, um áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja, fóru fram margvíslegar umræður. Meðal framsögumanna var Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, en hann fjallaði um samkeppnisaðstæður fyrirtækja í bankakreppu og lagði áherslu á þau áhrif sem yfirtaka banka á fyrirtækjum hefði á samkeppnisaðila þeirra.

26.11.2009

Gagnleg umręša um įhrif banka į rekstrarumhverfi fyrirtękja

Ķ morgun hélt Viðskiptaráð Íslands fjölsóttan morgunverðarfund á Grand Hótel til að ræða áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja og leiðir til lausnar á ýmsum álitamálum sem þeim geta tengst.

25.11.2009

Morgunveršarfundur: Įhrif banka į rekstrarumhverfi fyrirtękja

Fjármálastofnanir ráða nú miklu um landslag reksturs á Íslandi, í gegnum endurskipulagningu á skuldum og rekstri fjölda fyrirtækja á þeirra höndum. Inngrip fjármálastofnana í rekstur fyrirtækja getur haft veruleg áhrif á samkeppnis- og rekstrarumhverfi atvinnugreina, eins og umræða undafarinna mánaða ber glöggt vitni. Til að ræða þau mál og leiðir til lausna boðar Viðskiptaráð Íslands til morgunverðarfundar næstkomandi fimmtudag. 

19.11.2009

Misrįšnar leišir ķ skattamįlum

Stjórnvöld hafa nú kynnt ákvörðun sína um leiðir til aukinnar tekjuöflunar ríkissjóðs.

Jákvæðu tíðindin við útfærsluna sem kynnt var í gær felast í þeirri staðreynd að heildaraukning skattheimtu er minni en upphaflega var gert ráð fyrir.

10.11.2009

Styttist ķ alžjóšlega athafnaviku

Við þær aðstæður sem nú ríkja í efnahagsmálum þjóðarinnar er brýnt að líta fram á við og huga að nýjum sóknarfærum. Frumkvöðlastarf getur gegnt lykilhlutverki í því endurreisnarstarfi sem framundan er enda eru nýjar hugmyndir og athafnasemi forsenda efnahaglegs fjölbreytileika og sterkrar samkeppnisstöðu atvinnulífs.

10.11.2009

Fjölžrepa skattkerfi er afleit hugmynd

Viðskiptaráð Íslands telur hugmyndir um fjölþrepa skattlagningu launatekna hvorki til þess fallnar að efla tekjugrunn hins opinbera né hraða því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku efnahagslífi.

6.11.2009

Įhugaveršar umręšur į fundi um peningamįl

Ķ morgun hélt Viðskiptaráð fjölsóttan morgunverðarfund á Hilton Reykjavík Nordica í tilefni af útgáfu peningamála Seðlabankans og bar fundurinn yfirskriftina Höft og háir vextir – Er breytinga að vænta?

6.11.2009

Endurskipulagning fyrirtękja & mikilvęgi fjįrfesta

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hélt erindi á morgunverðarfundi Íslandsbanka í síðustu viku um mikilvægi fjárfesta í endurreisn hagkerfisins, þar sem hann fór með fundarstjórn.

6.11.2009

Greišslufallstryggingarfélög & mikilvęgi upplżsingaskila

Eins og kunnugt er þá hefur samstarfshópur á vegum Viðskiptaráðs, CreditInfo, fjármálastofnana og ráðuneyta unnið að því að koma á eðlilegri fyrirgreiðslu alþjóðlegra greiðslutryggingarfélaga gagnvart íslenskum fyrirtækjum.

6.11.2009

Orkuskattar eša tryggingagjald?

Ķ tengslum við nýsamþykkta kjarasamninga lögðu aðilar vinnumarkaðarins ríka áhersla á að stjórnvöld endurskoðuðu áætlanir sínar um svokallaðan orkuskatt, en gert er ráð fyrir 16 ma.kr. tekjuöflun með nýjum sköttum tengdum umhverfis-, orku og auðlindagjöldum.

5.11.2009

Rķflega 100 manns skrįšir į įrlegan peningamįlafund

Góð skráning er á árlegan morgunverðarfund Viðskiptaráðs í tilefni útgáfu Peningamála Seðlabankans. Fundurinn verður haldinn á morgun, föstudag, á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 8:15.

5.11.2009

Višskiptarįš varar viš Euro Business Guide

Viðskiptaráð vill vekja athygli aðildarfélaga sinna sem og annarra íslenskra fyrirtækja á fjölpóstum frá erlendum fyrirtækjum á borð við Euro Business Guide.

4.11.2009

Morgunveršarfundur meš sešlabankastjóra

Föstudaginn 6. nóvember stendur Viðskiptaráð fyrir árlegum morgunverðarfundi í tilefni útgáfu Peningamála Seðlabanka Íslands. Aðalræðumaður á fundinum verður Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og í kjölfar fer fram pallborðsumræða með fulltrúum atvinnulífs.

22.10.2009

Athyglisveršur fundur um hlutverk lķfeyrissjóša ķ endurreisninni

Ríflega 80 manns sóttu morgunverðarfund Viðskiptaráðs undir yfirskriftinni Hlutverk lífeyrissjóða í endurreisninni á Hilton Reykjavík Nordica núna í morgun. Markmið fundarins var að ræða opinskátt og fordómalaust hugmyndir sem fjöldi aðila hefur lagt fram á undanförnum vikum og mánuðum er varða aðkomu sjóðanna að endurreisnarstarfinu.

21.10.2009

Sameiginlegir hagsmunir žjóšarinnar snśa aš framtķšinni

Tómas Már Sigurðsson og Finnur Oddsson fjölluðu um mannabreytingar hjá ráðinu, stöðu þess og verkefni næstu missera í viðtali í Fréttablaðinu laugardaginn 17. október síðastliðinn.

21.10.2009

Morgunveršarfundur: Hlutverk lķfeyrissjóša ķ endurreisninni

Fimmtudaginn 22. október næstkomandi stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi á Hilton Reykjavík Nordica um hlutverk lífeyrissjóðanna í því starfi sem framundan er við endurreisn hagkerfisins. Fundurinn er haldinn í tilefni af nýútgefinni skoðun Viðskiptaráðs, þar sem ráðið lagði fram hugmyndir að fjölbreyttari og umfangsmeiri aðkomu sjóðanna en rætt hefur verið um á undanförnum misserum.

16.10.2009

Styšjum velferš frekar en opinber śtgjöld

Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs, ritaði eftirfarandi grein í Fréttablaðið í vikunni:

Žegar kakan minnkar harðnar baráttan um bitana. Þetta er lögmál sem hefur einkennt sögu mannkyns frá örófi alda. Lönd sem búa við hagsæld og batnandi lífskjör eru mun ólíklegri til að upplifa pólitískan óstöðugleika og samfélagslega sundrung heldur en þau sem búa við kröpp kjör og versnandi lífskjör. Ísland er lifandi sönnun þess.

12.10.2009

Nż skošun Višskiptarįšs: Žįtttaka lķfeyrissjóša ķ endurreisnarstarfi

Žrátt fyrir þær miklu efnahagslegu þrengingar sem nú standa yfir veita ýmsir grundvallarþættir íslenska hagkerfisins mikilvæga viðspyrnu sem munu vafalaust gagnast til að mýkja áhrif fjármálakreppunnar. Einn af þeim er lífeyrissjóðakerfið sem er hlutfallslega meðal þeirra stærstu í heiminum.

9.10.2009

Uppvakningar višskiptalķfsins

Ķ mörgum hrollvekjum eru fyrirbæri sem nefnast uppvakningar í aðalhlutverki. Uppvakningar eru, samkvæmt íslenskri þjóðtrú, verur sem vaknað hafa upp eftir dauðann og ganga meðal lifenda. Yfirleitt gera þessar verur ekki annað en ógagn, stundum óskunda.

5.10.2009

Tómas Mįr Siguršsson nżr formašur Višskiptarįšs Ķslands

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, varaformaður Viðskiptaráðs, hefur tekið við formennsku í ráðinu fram að næsta aðalfundi í febrúar 2010.

2.10.2009

Skynsamleg śrręši vegna skuldavanda heimilanna

Félags- og tryggingamálaráðherra kynnti á miðvikudaginn aðgerðir sem miða að því að létta greiðslubyrði og skuldavanda heimilanna. Annars vegar er um að ræða almennar aðgerðir þar sem greiðslujöfnun lána er beitt í þeim tilgangi að gera sem flestum kleift að standa undir greiðslubyrði lána sinna. Hins vegar voru kynntar til sögunnar sértækar aðgerðir sem er ætlað að mæta vanda þeirra einstaklinga og heimila sem þurfa á mestri aðstoð að halda.

2.10.2009

Samvinna en ekki sameining HR og HĶ

Undanfarið hefur átt sér stað nauðsynleg umræða um framtíðarskipulag háskólastarfs á Íslandi, bæði í fjölmiðlum og innan háskólasamfélagsins. Hér meðfylgjandi er ályktun rektors, háskólaráðs og Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík um að efla þurfi samstarf á milli skóla, því þannig er bæði hægt að ná fram hagræðingu og auknum gæðum. Af slíku samstarfi yrði meiri ávinningur en af sameiningu skóla, sem myndi hætta fjölbreytni og framþróun háskólamenntunar til framtíðar.

1.10.2009

Fjįrlög 2010: skašlegar įherslur

Fjármálaráðherra kynnti í dag Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2010. Það kemur fáum á óvart að í frumvarpinu er gert ráð fyrir stórtækum aðgerðum í ríkisfjármálum sem ætlað er að brúa þann mikla fjárlagahalla sem ríkið stendur nú frammi fyrir.

1.10.2009

Atvinnusköpun, į forgangslista stjórnvalda?

Śrskurður umhverfisráðuneytisins á mánudaginn síðasta tók að mati margra steininn úr hvað varðar vinnubrögð stjórnvalda á sviði atvinnusköpunar að undanförnu. Með úrskurðinum setja stjórnvöld framkvæmdir við álver í Helguvík og við uppbyggingu gagnavers í Reykjanesbæ í skaðlega óvissu, sem er því miður í samræmi við önnur vinnubrögð í málefnum erlendrar fjárfestingar og uppbyggingu orkufreks iðnaðar fram til þessa.

29.9.2009

Skašleg skattastefna - Sameiginleg yfirlżsing ašila ķ atvinnurekstri

Samtök aðila í atvinnurekstri vara hér með við skattastefnu stjórnvalda sem forsætisráðherra boðaði nú um helgina. Stórauknar skattaálögur á atvinnulíf vinna gegn endurreisn hagkerfisins, hærra atvinnustigi og uppbyggingu sterks og sjálfbærs velferðarkerfis.

24.9.2009

Vaxtaįkvöršun: Aš eltast viš endann į regnboganum

Žó svo ákvörðun SÍ valdi verulegum vonbrigðum, þá kemur hún ekki sérlega á óvart. Illa hefur gengið að afgreiða mikilvæg mál sem eru forsenda endureisnar og eflingar trúverðugleika íslenska hagkerfisins og um leið styrkingar krónunnar.

18.9.2009

Skuldavandinn – sżn Sešlabankans

Málstofa var haldin þriðjudaginn síðastliðinn hjá SÍ um endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Slíkar aðgerðir gegna lykilhlutverki í að skjóta styrkum stoðum undir efnahagsbata, lífvænlegt bankakerfi og samfélagslega sátt, en ljóst er af umfjölluninni að tímasetning, mótun og framkvæmd slíkrar endurskipulagningar er vandasöm og aðkomu ríkisins eru settar þröngar skorður. 

14.9.2009

Beišni SA um višręšur um sameiningu viš VĶ

Viðskiptaráði Íslands hefur borist beiðni Samtaka atvinnulífs um viðræður um sameiningu samtakanna.  Markmið með slíkum viðræðum yrði að efla samtök atvinnurekenda og virkja frumkvæði til beinnar þátttöku í endureisn íslensks efnahagslífs. 

11.9.2009

Skyldur atvinnulķfsins

Į undanförnum mánuðum og misserum hefur íslenskt atvinnulíf legið undir gagnrýni og ljóst má vera að í of mörgum tilvikum er hún verðskulduð. Fjölmörg mistök hafa verið gerð. Þau þarf að viðurkenna og af þeim þarf að læra.

11.9.2009

Kynningarfundir - leišbeiningar um stjórnarhętti fyrirtękja

Viðskiptaráð, í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og Nasdaq OMX Ísland, mun standa fyrir kynningarfundum í september á nýjum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Um er að ræða stutta fundi á tímum sem henta stjórnendum og starfsmönnum viðkomandi aðildarfélags ráðsins.

11.9.2009

Virk samkeppni hrašar efnahagsbata

Žetta er ein niðurstaða sameiginlegrar skýrslu Norrænu samkeppniseftirlitanna sem kynnt var í gær, en árlegur fundur þeirra stendur nú yfir. Í skýrslunni leggja forstjórar samkeppniseftirlitanna áherslu á nauðsyn alþjóðlegrar samkeppnishæfni Norðurlandanna, sem tiltölulega lítil og opin hagkerfi, til að vernda og viðhalda velferðarkerfinu.

11.9.2009

LĶN: gott fordęmi frekari ašgerša

Fyrr í vikunni samþykkti ríkisstjórnin tillögu félags- og tryggingamálaráðherra og menntamálaráðherra um breytingar á fyrirkomulagi í námslána- og atvinnuleysistryggingakerfinu.

4.9.2009

Kynningarfundir - leišbeiningar um stjórnarhętti fyrirtękja

Viðskiptaráð, í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og Nasdaq OMX Ísland, mun standa fyrir kynningarfundum í september á nýjum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

4.9.2009

Eigendastefna rķkisins

Ķ gær var tilkynnt að ríkið hefði sett sér eigendastefnu gagnvart fjármálafyrirtækjum í eigu þess, en henni er ætlað skv. tilkynningunni að skýra hlutverk og ábyrgð ríkisins sem eiganda þeirra og markmið þess með eignarhaldinu.

4.9.2009

Mikilvęgi upplżsingaskila

Viðskiptaráð hefur í fréttabréfum sínum á undanförnum mánuðum hvatt fyrirtæki til að standa skil á ársreikningum sínum og bent á mikilvægi þess fyrir atvinnulífið í heild.

1.9.2009

Vegna fréttar Višskiptarįšs undir heitinu „Virk samkeppni grundvöllur endurreisnar“

27.8.2009

Virk samkeppni grundvöllur endurreisnar

Opinber umræða um málefni Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og Aalborg Portland ber þess glöggt merki hversu bágborin staða íslensks atvinnulífs er. Eftirspurn á flestum mörkuðum hefur hrunið og er víðtæk endurskipulagning á rekstri fjölda fyrirtækja því óumflýjanleg.

21.8.2009

Erlend fjįrfesting og samkeppni į orkumarkaši

Fréttir af málefnum HS Orku og aðkomu erlendra aðila að félaginu hafa vakið upp grundvallarspurningar um framtíðarskipan orkumála hérlendis. Hagkvæm nýting orkuauðlinda hefur mikla efnahagslega þýðingu fyrir land og þjóð og því eðlilegt að hugað sé vandlega að því hvernig tryggja megi að ábati hennar sé sem mestur.

21.8.2009

Greišslutryggingar: Opnaš fyrir Ķsland

Eitt stærsta greiðslutryggingarfélag heims, Coface, hefur nú staðfest skriflega að fyrirtækið sé tilbúið til að tryggja greiðslur íslenskra fyrirtækja á sama hátt og gildir með fyrirtæki í öðrum löndum. Þetta þýðir að innflytjendur hér á landi mega búast við því að uppbygging trausts í formi reikningsviðskipta á milli landa sé nú lengra á veg komið en áður.

21.8.2009

Bankaįbyrgšir

Viðskiptaráð hefur að undanförnu kannað umfang þess vanda sem mörg íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir hvað varðar bankaábyrgðir hjá íslenskum bönkum.

19.8.2009

Opnaš fyrir Ķsland į nż

Eitt stærsta greiðslutryggingarfélag heims, Coface, hefur nú staðfest skriflega að fyrirtækið sé tilbúið til að tryggja greiðslur íslenskra fyrirtæki á sama hátt og gildir með fyrirtæki í öðrum löndum.

18.8.2009

Bankaįbyrgšir

Viðskiptaráð Íslands vinnur nú að því að greiða úr þeim vanda sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir varðandi bankaábyrgðir hjá íslenskum bönkum. Nokkuð hefur borið á því að erlendir aðilar taki slíkar ábyrgðir ekki gildar og ljóst að þetta kann að skapa umtalsverð vandræði í rekstri innlendra fyrirtækja sem stunda milliríkjaviðskipti af einhverju tagi.

14.8.2009

Stżrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd ákvað á síðasta vaxtaákvörðunarfundi að halda stýrivöxtum Seðlabankans óbreyttum og verða þeir því áfram 12% að sinni.

13.8.2009

Fram, fram, fylking

Frosti Ólafsson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ritaði eftirfarandi grein í Viðskiptablaðið í vikunni:

7.8.2009

Opnunartķmi skrifstofu VĶ

Athygli félagsmanna er vakin á því að frá og með mánudeginum næsta, 10 ágúst, verður skrifstofa Viðskiptaráðs Íslands opin á hefðbundnum tíma, þ.e. frá 08:00 – 16:00 alla virka daga.

10.7.2009

Sumaropnun į skrifstofu Višskiptarįšs

Athygli félagsmanna er vakin á því að opnunartími á skrifstofu Viðskiptaráðs mun taka breytingum frá og með mánudeginum 20. júlí næstkomandi. Frá þeim tíma og fram til föstudagsins 7. ágúst mun skrifstofan vera opin milli 9-14, í stað 8-16.

10.7.2009

Umsagnir Višskiptarįšs į sumaržingi

Viðskiptaráð hefur skilað inn talsverðum fjölda umsagna við ýmis frumvörp sem hafa verið lögð fram á yfirstandandi sumarþingi. Þar má helst nefna frumvarp um bankasýslu ríkisins, um eignaumsýslufélag ríkisins, um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, um vátryggingarstarfsemi, um tilfærslu verkefna innan stjórnarráðsins og um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

10.7.2009

Įherslur ķ višskiptalķfinu

Į undanförnum vikum og mánuðum hafa æ fleiri fyrirtæki færst undir forsjá ríkisins, með einum eða öðrum hætti. Það er að hluta eðlilegt, í kjölfar efnahagshruns eins og þess íslenska, að bregðast þurfi við rekstrarvanda fyrirtækja og því um stundarsakir ekki hægt að amast verulega við frekari aðkomu hins opinbera að fyrirtækjarekstri. Markmið hins opinbera ætti þó ávallt að vera að draga sig sem allra fyrst út úr rekstri fyrirtækja, enda sýnt að slíkt eignarhald er óskilvirkt og skapar iðulega fleiri vandamál en það leysir.

3.7.2009

Bjartsżni ķ vikulok

3.7.2009

Bankasżsla rķkisins

Fyrir viðskiptanefnd Alþingis liggur frumvarp um stofnun Bankasýslu ríkisins, en henni er ætlað að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Ljóst er að leysa þarf úr þeim fjölmörgu álitamálum sem sköpuðust við yfirtöku ríkisins á viðskiptabönkunum. Mikilvægt er að faglega sé staðið að þeirri úrlausn og að aðkoma ríkisins sé hafin yfir allan vafa og um hana settar ákveðnar leikreglur. Vegna þessa fellst Viðskiptaráð í megindráttum á þessar fyrirætlanir stjórnvalda, en þrátt fyrir það gerði ráðið talsverðar athugsemdir við frumvarpið.

3.7.2009

Óbreyttir stżrivextir – veruleg vonbrigši

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum, eða í 12%. Samkvæmt yfirlýsingum nefndarinnar er bakgrunnur ákvörðunarinnar sá að gengi krónunnar hefur verið umtalsvert lægra en nefndin taldi viðunandi í mars. Þá segir nefndin að verðbólga og verðbólguvæntingar hafi einnig aukist. Þar vísar nefndin til hækkunnar á vísitölu neysluverðs í júní og aukningu á tólf mánaða verðbólgu, sem nefndin telur að rekja megi að mestu leyti til umtalsverðrar gengislækkunar frá því í mars og nýlegrar hækkunnar óbeinna skatta.

26.6.2009

Nż skošun Višskiptarįšs: Skattlagning vaxtagreišslna

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem felur í sér fyrstu aðgerðir til að brúa fjárlagahalla ríkissjóðs á komandi misserum. Mörgum orðum væri hægt að fara um frumvarpið og þær breytingar sem það felur í sér á sviði skatt- og gjaldheimtu og ljóst er að skiptar skoðanir eru um ágæti þeirra.

26.6.2009

Bjartsżni ķ vikulok

Ķ ljósi mikils vægis neikvæðra frétta undanfarnar vikur og mánuði er ekki úr vegi að minna á það sem vel gengur.

25.6.2009

Vištal viš Finn Oddsson ķ nżjasta tölublaši Neytendablašsins

Ķ nýjasta tölublaði Neytendablaðsins situr Finnur Oddsson, framkvæmdstjóri Viðskiptaráðs, fyrir svörum um útgáfu ráðsins í tengslum við stöðu fjármálakerfisins á Íslandi undanfarin ár. Í viðtalinu ræðir Finnur um markmið útgáfunnar, stöðu fjármálakerfisins og réttmæti þeirrar gagnrýni sem kerfið hefur legið undir.

19.6.2009

Betri įrangur meš bęttum stjórnarhįttum

Fyrir rétt tæpum fimm árum gáfu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöllin út fyrstu leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja hérlendis.

18.6.2009

Nż śtgįfa leišbeininga um stjórnarhętti fyrirtękja

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland gáfu út í dag endurskoðaðar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Í þessari 3. útgáfu leiðbeininganna er sérstaklega horft til sambærilegra leiðbeininga frá öðrum löndum og forskriftar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Einnig eru fleiri og ítarlegri ákvæði í nýjum leiðbeiningum og gerðar eru ríkari kröfur til stjórnenda fyrirtækja en áður, á nær öllum sviðum.

12.6.2009

Bjartsżni ķ vikulok

Ķ ljósi mikils vægis neikvæðra frétta undanfarnar vikur og mánuði er ekki úr vegi að minna á það sem vel gengur.

12.6.2009

Stjórnarhęttir fyrirtękja

Viðskiptaráð Íslands hefur að undanförnu unnið að gerð leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Kauphöllina (Nasdaq OMX Iceland) og er sú vinna nú á lokastigi.

12.6.2009

Žörf į skżrri stefnu

Gengi krónunnar hefur lækkað nokkuð undanfarið og stendur gengisvísitalan nú í ríflega 230 stigum, á svipuðum slóðum og hún var áður en höftin voru sett á.

8.6.2009

Vel heppnaš mįlžing um lķtil og mešalstór fyrirtęki

Rúmlega 50 manns sóttu málþing Viðskiptaráðs um lítil og meðalstór fyrirtæki undir yfirskriftinni „Margt smátt gerir eitt stórt“ í Þjóðminjasafni Íslands á föstudaginn.

5.6.2009

Hugsum smįtt!

Viðskiptaráð Íslands heldur málþing um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í dag, 5. júní, frá 15:00 - 16:30 í Þjóðminjasafni Íslands.

3.6.2009

Stęrsti vinnuveitandinn

Margt smátt gerir eitt stórt er orðatiltæki sem flestir þekkja. Það á sannarlega við um lítil og meðalstór fyrirtæki en samanlagt eru þau stærsti vinnuveitandi landsins og því burðarás í íslensku atvinnulífi.

3.6.2009

Margt smįtt gerir eitt stórt: Mįlžing um lķtil og mešalstór fyrirtęki

Viðskiptaráð Íslands heldur málþing um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja föstudaginn 5. júní nk. frá 15:00 - 16:30 í Þjóðminjasafni Íslands. Smelltu hér til að skrá þig.

29.5.2009

Bjartsżni ķ vikulok

Ķ ljósi mikils vægis neikvæðra frétta undanfarnar vikur og mánuði er ekki úr vegi að minna á það sem vel gengur.

29.5.2009

Nż:sköpun Nż:tengsl – įrangursrķkur kvöldveršarfundur

Ķ gærkvöldi var haldinn fyrsti kvöldverðarfundur Viðskiptaráðs og Innovit undir yfirskriftinni Ný-Sköpun-Ný-Tengsl.

29.5.2009

Óskynsamlegar ašgeršir rķkisstjórnar ķ skattamįlum

Samkvæmt nýsamþykktu frumvarpi fjármálaráðherra mun skattheimta af sölu áfengis og tóbaks og gjaldtaka vegna bifreiðanotkunar hækka verulega, frá og með deginum í dag. Það er dapurlegt að fyrstu áþreifanlegu aðgerðir ríkistjórnarinnar til að taka á fjárhagsvanda ríkisins feli í sér auknar álögur á einstaklinga og fyrirtæki.

29.5.2009

Margt smįtt gerir eitt stórt – mįlžing um lķtil og mešalstór fyrirtęki

Viðskiptaráð Íslands stendur fyrir málþingi um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í efnahagslífinu föstudaginn 5. júní næstkomandi.

29.5.2009

Lķtum til allra įtta

Samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar mun hún vinna að því markmiði að byggja upp opið og skapandi umhverfi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar í Evrópu, bæði að því er varðar efnahag og lífsgæði.

25.5.2009

Nżtum krafta einkaašila

Ķ kjölfar fjármálakreppunnar hefur farið fram mikil umræða um hvaða stefnu sé skynsamlegt að fylgja til eflingar og endurreisnar á hagkerfinu.

22.5.2009

Eignaumsżslufélag rķkisins - taka tvö

Frumvarp til laga um eignaumsýslufélag ríkisins hefur verið lagt fram öðru sinni og hefur efnahags- og skattanefnd þegar tekið það til meðferðar. Viðskiptaráð lýsti sig andsnúið fyrra frumvarpi fjármálaráðherra en nýtt frumvarp hefur að geyma þó nokkrar breytingar til batnaðar.

22.5.2009

Bjartsżnishorniš

Ķ ljósi mikils vægis neikvæðra frétta undanfarnar vikur og mánuði er ekki úr vegi að minna á það sem vel gengur. Viðskiptaráð mun því endrum og eins draga saman það helsta sem telst til jákvæðra frétta, stórra sem smárra, innlendra sem erlendra.

15.5.2009

Bjartsżni ķ vikulok

Ķ ljósi mikils vægis neikvæðra frétta undanfarnar vikur og mánuði er ekki úr vegi að minna á það sem vel gengur.

15.5.2009

Aukin fjölbreytni ķ atvinnulķfinu

Viðskiptaráðs Íslands, FKA-Félag kvenna í atvinnurekstri og Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að efla hlut kvenna í stjórnum íslensks atvinnulífs enda verður íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.

8.5.2009

Bjartsżni ķ vikulok

Ķ ljósi mikils vægis neikvæðra frétta undanfarnar vikur og mánuði er ekki úr vegi að minna á það sem vel gengur. Viðskiptaráð mun því endrum og eins draga saman það helsta sem telst til jákvæðra frétta, stórra sem smárra, innlendra sem erlendra.

8.5.2009

Hagur af upplżsingagjöf og gagnsęi

Skilvirk miðlun upplýsinga er ein af grunnforsendum þess að frjáls markaður fái þrifist með eðlilegum hætti. Sú krafa sem uppi hefur verið í samfélaginu um aukið gagnsæi með bættu aðgengi að upplýsingum á öllum sviðum er því bæði sjálfsögð og æskileg.

23.4.2009

The Icelandic Economic Situation

Upplýsingaskjal á ensku, The Icelandic Economic Situation, hefur nú verið uppfært. Skjalið geta aðildarfélagar Viðskiptaráðs notað í samskiptum við erlenda aðila, en þar er að finna upplýsingar um efnahagshrunið, stjórnmálaumhverfið og samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

23.4.2009

Hvernig veršur biliš brśaš?

Ķ kjölfar yfirstandandi efnahagsþrenginga blasa við vandasamar og sársaukafullar ákvarðanir í fjármálum hins opinbera. Þessar ákvarðanir lúta að því hvar og hversu mikið hagrætt verður í rekstri hins opinbera og hvernig skattheimtu skuli háttað í náinni framtíð.

21.4.2009

Stefnan ķ peningamįlum

Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar er framtíðarstefnan í peningamálum enda ræður þróun gengis krónunnar mestu um skuldastöðu heimila og fyrirtækja, vaxtastig í hagkerfinu og verðbólguhorfur á næstu misserum.

17.4.2009

Nż skošun Višskiptarįšs: Mikilvęgustu kosningamįlin

Fáeinir dagar eru til kosninga og lýkur þá störfum 80 daga stjórnarinnar, a.m.k. þar til niðurstaða kosninga liggur fyrir. Á þeim tíu vikum sem liðnar eru frá því að ný stjórn tók við völdum hefur lítið miðað í úrlausn erfiðra skammtímavandamála.

8.4.2009

Stżrivextir lękkašir um 1,5%

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 1,5% og standa þeir nú í 15,5%. Viðskiptaráð Íslands fagnar þessari lækkun en telur þó nægt svigrúm til frekari lækkunar.

8.4.2009

Hvert er förinni heitiš?

Nú eru rúmlega tvær vikur til kosninga og lýkur þá störfum 80 daga stjórnarinnar, a.m.k. þar til niðurstaða kosninga liggur fyrir. Á þeim níu vikum sem liðnar eru frá því að ný stjórn tók við völdum hefur lítið miðað í úrlausn erfiðra skammtímavandamála.

3.4.2009

Vanskil įrsreikninga

Fyrr í vikunni fjallaði Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, um sektarheimildir hins opinbera vegna ítrekaðra vanskila á ársreikningum fyrirtækja. Ljóst er að pottur hefur verið brotinn í skilum íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum og er það til mikilla vansa.

27.3.2009

Stušningur ķ verki?

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á tekjuskattslögum (366. þingmál), en frumvarp þetta kveður einkum á um að vaxtagreiðslur úr landi verði skattlagðar og að settar verði svokallaðar CFC reglur (Controled Foreign Corporation).

25.3.2009

Vel heppnašur morgunveršarfundur um gjaldeyrismįl

Rúmlega 100 gestir sóttu fund Viðskiptaráðs Íslands og fastanefndar ESB gagnvart Íslandi og Noregi sem haldinn var undir yfirskriftinni „Sjálfstæð mynt í fjármálakreppu“. Á fundinum var rætt um hlutverk peningastefnu í samhengi við fjármálalegan stöðugleika og efnahagskreppur.

24.3.2009

Sjįlfstęš mynt ķ fjįrmįlakreppu

Viðskiptaráð Íslands og fastanefnd Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi boða til morgunverðarfundar í fyrramálið, 25. mars, um hlutverk peningastefnu til að styðja við efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir efnahagskreppur.

20.3.2009

Morgunveršarfundur: Sjįlfstęš mynt ķ fjįrmįlakreppu

Viðskiptaráð Íslands og fastanefnd ESB gagnvart Íslandi og Noregi boða til morgunverðarfundar á miðvikudaginn 25. mars um áhrif þess að reka sjálfstæða peningastefnu í fjármálakreppu.

18.3.2009

Pedro Videla heldur fyrirlestur ķ HR

Dr. Pedro Videla, prófessor í hagfræði við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona, heldur erindi í Háskólanum í Reykjavík á morgun.

13.3.2009

Góš žįtttaka į Višskiptažingi 2009

Į fjórða hundrað manns voru viðstaddir árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands, sem haldið var í dag á Reykjavík Hilton Nordica. Yfirskrift þingsins var „Endurreisn Hagkerfisins“ og meðal gesta voru lykilmenn úr íslensku Viðskiptalífi, ráðherrar, þingmenn, embættismenn og erlendir sendiherrar.

12.3.2009

Skżrsla til Višskiptažings: Endurreisn hagkerfisins – Horft til framtķšar

Viðskiptaráð Íslands hefur gefið út nýja skýrslu í tengslum við Viðskiptaþing 2009, sem haldið var á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Skýrslan tengist umfjöllunarefni þingsins, en hún ber heitið „Endurreisn hagkerfisins – Horft til framtíðar“.

12.3.2009

Einhugur um ašild aš ESB

Fulltrúar viðskiptalífsins voru einhuga í afstöðu sinni til Evrópusambandsins í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem fór fram í dag á Reykjavík Hilton Nordica.

12.3.2009

Ašild aš ESB skilyrši Samfylkingar

Meðal þess sem forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna ræddu um á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í dag var möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu.

12.3.2009

Stjórnmįlamenn ekki sammįla um skattahękkanir

Forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna héldu erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands, sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Stjórnmálamennirnir ræddu ýmis mál, þeirra á meðal skattahækkanir, en ekki voru allir sammála um hvort til slíkra aðgerða þyrfti að koma.

12.3.2009

Menntamįlarįšherra afhendir nįmsstyrki Višskiptarįšs

Į árlegu viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands, sem nú fer fram á Reykjavík Hilton Nordica, afhenti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra námsstyrki Viðskiptaráðs. Löng hefð er fyrir því á Viðskiptaþingi að veita styrki úr námssjóðum Viðskiptaráðs, en styrkinn hljóta framúrskarandi nemendur í framhaldsnámi á háskólastigi í greinum sem tengjast atvinnulífinu með beinum hætti.

12.3.2009

Pedro Videla: Įstęša til aš vera bjartsżn

Dr. Pedro Videla, prófessor í hagfræði við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona, hélt erindi á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica. Í erindi sínu fjallaði hann um aðdraganda og orsakir kreppa af því tagi sem Ísland á nú við að etja , reynslu frá öðrum löndum og aðgerðir sem líklegastar eru til að vinna bug á ástandinu.

12.3.2009

Forsętisrįšherra: Tękifęrin eru til stašar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica. Í ræðunni fjallaði Jóhanna meðal um ábyrgð og benti á að hana þyrftu allir að axla - viðskiptalífið, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir:

12.3.2009

Formašur Višskiptarįšs: Horfum til framtķšar

Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs Íslands og forstjóri Exista, kom víða við í setningarræðu sinni á árlegu Viðskiptaþingi ráðsins, sem nú stendur yfir á Reykjavík Hilton Nordica. Meðal þess sem Erlendur fjallaði um í erindi sínu er sú neikvæða viðhorfsbreyting sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi undanfarið  gagnavart bæði stjórnvöldum og viðskiptalífinu:

11.3.2009

Višskiptažing 2009 - skrįningu lżkur ķ dag

Hátt í 350 manns eru skráðir á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem haldið verður á morgun á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Endurreisn hagkerfisins - horft til framtíðar“. Skráningu á þingið lýkur í dag kl. 18:00.

11.3.2009

Kreppan og leišin fram į viš

Žó svo hagfræðingar séu almennt ekki sammála um hvernig skilgreina beri efnahagskreppu, þá má segja að þar sé átti við langdreginn samdrátt efnahagslífs sem einkennist af falli í þjóðarframleiðslu og eftirspurnar, gengisfalli gjaldmiðils, auknu atvinnuleysi, skorti á lánsfé og gjaldþrotum. Þó svo skammt sé liðið á Íslensku kreppuna virðist þetta allt eiga ágætlega við um það ástand sem hér er að skapast.

10.3.2009

Góš žįtttaka į Višskiptažingi 2009

Nú þegar hafa tæplega 300 manns skráð sig á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands sem verður haldið núna á fimmtudaginn (12. mars) á Reykjavík Hilton Nordica. Að þessu sinni er yfirskrift þingsins „Endurreisn hagkerfisins“, en meðal gesta verða lykilmenn úr íslensku viðskiptalífi, ráðherrar, þingmenn, fræðimenn, erlendir sendiherrar og embættismenn.

10.3.2009

Pedro Videla meš erindi į Višskiptažingi 2009

Dr. Pedro Videlo, prófessor í hagfræði við IESE Business School í Barcelona, sem nýlega var valinn besti viðskiptaháskólinn í Evrópu af Forbes-tímaritinu, mun halda erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands, sem haldið verður á Reykjavik Hilton Nordica á fimmtudaginn.

6.3.2009

Peningastefnunefnd

Ķ nýjum lögum um Seðlabankann, sem samþykkt voru á Alþingi 27. febrúar síðastliðinn, er kveðið á um að ákvarðanir um beitingu stjórntækja í peningamálum skuli framvegis teknar af sérstakri peningastefnunefnd. Stjórntækin sem um ræðir eru stýrivextir, ýmis viðskipti við lánastofnanir og bindiskylda, auk viðskipta á gjaldeyrismarkaði sem geta stutt við íslensku krónuna.

6.3.2009

Eru skattahękkanir óhjįkvęmilegar?

Ljóst er að verulega mun sverfa að í fjármálum hins opinbera á næstu misserum í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins.

 

4.3.2009

Višskiptažing 2009 - Takiš daginn frį!

Įrlegt Viðskiptaþing verður haldið fimmtudaginn 12. mars næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni "Endurreisn hagkerfisins".  Dagskrá þingsins er eftirfarandi:

27.2.2009

Samningar um eignaskipti

Ríkisstjórnin hefur lýst vilja til semja um eignaskipti við erlenda aðila sem eiga eignir í íslenskum krónum, eins og kom fram í viðtali við fjármálaráðherra í Financial Times í síðustu viku. Þetta er jákvætt þar sem óvissa um krónubréf erlendra aðila er meðal þess sem staðið hefur í vegi fyrir afnámi gjaldeyrishafta og lækkun vaxta á innlendum markaði.

18.2.2009

Aš borga eša ekki aš borga

Meginþorra þeirra erlendu skulda sem bíða enn úrlausnar í kjölfar bankahrunsins má skipta í tvennt. Annars vegar er um að ræða skuldbindingar vegna innstæðutrygginga á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og hins vegar skuldir bankanna við erlenda kröfuhafa.

17.2.2009

Nż skošun Višskiptarįšs: Endurreisn ķ samstarfi viš alžjóšasamfélagiš

Til að Ísland geti endurheimt stöðu sína sem öflugur þátttakandi í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi ríka áherslu á farsælt samstarf við erlenda aðila, fyrst og fremst með milligöngu og aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

13.2.2009

Foršast ber rķkisvęšingu

Samræmingarnefnd um endurreisn bankakerfisins, sem stofnuð var á grundvelli viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skömmu fyrir áramót, hefur nú birt afrakstur vinnu sinnar í skýrslu þar sem greint er frá helstu vandamálunum í bankakerfinu og lagðar fram formlegar tillögur að úrlausnum.

13.2.2009

Nż skošun Višskiptarįšs: Bętt stjórnsżsla eykur traust

Traust til stjórnsýslu, stjórnvalda og Alþingis hefur beðið talsverða hnekki í því umróti sem fylgt hefur falli bankanna. Ein birtingarmynd þessarar stöðu voru háværar kröfur um gagngerar breytingar innan ríkisstjórnar og ákveðinna stofnana hins opinbera.

6.2.2009

Nż skošun Višskiptarįšs: Afnįm hafta og lękkun vaxta

Į verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs kemur fram að leitað verði leiða til að lækka vexti eins fljótt og kostur er og að tímasett verði áætlun um rýmkun hafta.

4.2.2009

Nż skošun Višskiptarįšs: Įherslur nęstu 80 daga

Við nýrri ríkisstjórn blasa mörg viðamikil og erfið verkefni sem miða að því að endurreisa íslenskt hagkerfi. Staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur versnað hratt og rekstrarumhverfi fyrirtækja samhliða.

3.2.2009

Nišurstaša Višhorfskönnunar Višskiptarįšs

Ķ tilefni af Viðskiptaþingi sem halda átti 4. febrúar 2009 kannaði Viðskiptaráð hug aðildarfélaga til afleiðinga bankahrunsins á rekstrarstöðu fyrirtækja þeirra, stöðu stjórnsýslu, aðgerða til úrbóta og afstöðu til Evrópusambandsaðildar.

2.2.2009

Žaš er verk aš vinna

Við íslensku þjóðinni blasir eitt umfangsmesta verkefni fyrr og síðar. Staða efnahagsmála er mjög slæm og viðfangsefni næstu vikna og mánaða því skýrt: grípa þarf tafarlaust til árangursríkra aðgerða sem leggja grunninn að farsælli endurreisn íslensks efnahagslífs.

2.2.2009

Verkefnalisti nżrrar rķkisstjórnar

Ný ríkisstjórn hefur birt verkefnalista næstu vikna og mánaða. Atriðin sem lögð er áhersla á lúta einkum að atvinnulífinu, fjármálakerfinu, heimilunum í landinu og stjórnsýslunni. Flest þeirra verkefna sem lagt er upp með að ráðast í ættu að efla stöðu fyrirtækja og heimila á þessum viðsjárverðu tímum.

2.2.2009

Višskiptarįš óskar nżrri rķkisstjórn velfarnašar ķ starfi

Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur tekið til starfa. Stjórnin mun starfa í skamman tíma, eða fram að alþingiskosningum, sem fyrirhugað er að halda í apríl á þessu ári. Viðskiptaráð óskar nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi sínu.

18.1.2009

Glęsileg śtskrift frį Hįskólanum ķ Reykjavķk

Laugardaginn 17. janúar fór fram hátíðleg brautskráning 193 nemenda frá Háskólanum í Reykjavík. Athygli vekur að ríflega helmingur útskriftarnema er þegar kominn með vinnu en stór hluti heldur áfram til frekara náms.  Mikil áhugi er á námsdvöl við Háskólann í Reykjavík og hefja 370 nýir nemendur nám við skólann á vorönn.

13.1.2009

Hlutverk Višskiptarįšs kynnt į borgarafundi

Fulltrúar Viðskiptaráðs sátu í pallborði á fjölmennum borgarafundi í Háskólabíó í gærkvöldi. Yfirskrift fundarins var Íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar. Markmið fundarins var að ræða orsakir fjármálakreppunnar, mögulega vankanta á lagaumhverfi og ófullnægjandi eftirlit.

13.1.2009

Fjölsóttur Skattadagur

Įrlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Viðskiptablaðs Morgunblaðsins var haldinn í morgun á Grand Hótel. Líkt og fyrri ár var fundurinn vel sóttur og voru um 230 manns skráðir.

7.1.2009

Minnum į višhorfskönnun vegna Višskiptažings

Fyrir skemmstu var viðhorfskönnun send á öll aðildarfélög ráðsins. Könnunin er liður í undirbúningi Viðskiptaþings sem haldið verður þann 4. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni Endurreisn hagkerfisins og verða niðurstöður hennar kynntar á þinginu.

7.1.2009

Nż heimasķša Višskiptarįšs

Um áramótin tók Viðskiptaráð í notkun nýja heimasíðu, en sú fyrri var komin nokkuð til ára sinna. Nýtt og þægilegra viðmót bætir til muna aðgengi að viðamiklu gagnasafni ráðsins auk þess sem finna má á heimasíðunni ítarlegri umfjöllun um starfsemi ráðsins, bæði hvað varðar þjónustu við félaga og ýmsar útgáfur.

7.1.2009

Nįmsstyrkir į Višskiptažingi

Viðskiptaráð hefur undanfarin ár veitt á Viðskiptaþingi styrki til framhaldsnáms erlendis. Í ár verða fjórir styrkir að fjárhæð kr. 350.000 hver afhentir á þinginu sem haldið verður þann 4. febrúar næstkomandi. Frestur til að sækja um námsstyrk rennur út kl. 16:00 föstudaginn 16. janúar næstkomandi.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Fréttir

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta