Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

30.12.2010

Nżtt skattaįr aš hefjast - helstu breytingar

Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir þinglok munu talsverðar breytingar verða á skattkerfi atvinnulífsins nú um áramót. Áframhald frá síðasta ári á hækkun flestra skatta er viðkoma atvinnurekstri og fjárfestingu er bagalegt og mun koma til með að hafa veruleg áhrif á fjölda fyrirtækja, en Viðskiptaráð hefur gagnrýnt harðlega þessa stefnumörkun. Meðal skattabreytinga eru þó nokkur jákvæð atriði sem munu gagnast fjölmörgum fyrirtækjum.

30.12.2010

Endurskošum efnahagsstefnuna

Žegar litið er yfir atvinnulífið í heild sinni og árið gert upp kemur fyrst upp í hugann hversu skammt hefur í raun miðað fram veg frá hruni. Slíkt mat er ekki byggt á tilfinningunni einni því tölur Hagstofunnar sýna að fjárfesting hefur dregist saman, hagvöxtur er neikvæður og allt of margar viljugar hendur fá ekki störf við hæfi.

28.12.2010

Gott samstarf atvinnulķfs og yfirvalda ķ įrsreikningamįlum

Viðskiptaráð hefur í starfsemi sinni á síðustu misserum hvatt fyrirtæki til að standa skil á ársreikningum sínum og bent á mikilvægi þess fyrir atvinnulífið í heild. Þá hefur ráðið undanfarið unnið í samstarfi við ýmsa aðila að því að skerpa hvata fyrirtækja til að skila inn ársreikningum á tilsettum tíma. Þó eitthvað hafi áunnist í þeim efnum...

20.12.2010

Hugsum heildstętt og undanskiljum ekki skattkerfiš

Frá bankahruni hefur rekstarumhverfi fyrirtækja versnað umtalsvert. Má rekja þær breytingar bæði til þátta er varða efnahagsumhverfið almennt t.a.m. minni eftirspurn, gjaldeyrishafta, hárra vaxta og skuldavanda heimila og fyrirtækja sem og aðgerða stjórnvalda í skattamálum. Stjórnvöld hafa sagt undanfarin misseri að vilji sé til staðar til að bæta rekstarumhverfi fyrirtækja til að stuðla að almennri atvinnuuppbyggingu.

20.12.2010

Fyrirtękin į beinu brautina

Į föstudag fór fram opinn fundur á Grand Hótel þar sem samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja var kynnt stjórnendum. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti samkomulagið en í máli hans kom m.a. fram að það myndi stuðla að hraðari úrlausn skuldamála fyrirtækja.

15.12.2010

Samkomulag undirritaš ķ dag: Śrvinnsla skuldamįla lķtilla og mešalstórra fyrirtękja

Samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur nú verið undirritað, en með því er ætlunin að flýta fjárhagslegri endurskipulagning um 6.000 fyrirtækja í bankakerfinu. Að því standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands.

8.12.2010

Sammįla um naušsynlegar ašgeršir

Ķ vikunni birti Evrópusambandið skýrslu um efnahagsspá Evrópu undir heitinu „European Economic Forecast“. Í skýrslunni er fjallað um Ísland og er þar m.a. komið inn á fjárhagsvanda fyrirtækja hér á landi. Undirstrikað er mikilvægi þess að fyrirtæki fái aukið aðgengi að fjármagni til að koma nýjum verkefnum af stað, en þar segir að...

7.12.2010

Skapandi greinar į sterkum grunni

Ķ síðustu viku voru kynnt drög að skýrslu rannsóknar sem verið er að vinna um efnahagsleg áhrif skapandi greina hér á landi. Rannsóknin er fjármögnuð af fimm ráðuneytum ásamt Íslandsstofu og er hún unnin að frumkvæði samráðsvettvangs skapandi greina. Ljóst er að störf innan skapandi greina skipta miklu máli og innan þeirra á sér stað mikil nýsköpun á hverjum degi...

3.12.2010

Um forgangsröšun og heildarhagsmuni

Endurskipulagning íslensks hagkerfis er á krossgötum. Taka þarf margar erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir í fjárlögum til að rétta af fjárhag ríkissjóðs. Engum dylst að staðan er erfið og af þeim sökum er afar brýnt að forgangsröðun verkefna sé skýr og miði að hagsmunum heildar og verðmætasköpun til framtíðar.

Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Fréttir

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta