Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

4.4.2012

Nżtt upplżsingaskjal į ensku um stöšu efnahagsmįla

Ķslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum umtalsverðar breytingar síðustu fjögur ár. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til erlendra aðila verið af skornum skammti sem veldur því að mikilvægir hagsmunaaðilar íslenskra fyrirtækja og yfirvalda hafa of sjaldan heildarmyndina af orsökum efnahagskreppunnar og stöðu efnahagsmála, viðskiptalífs og stjórnmála almennt.

Vegna þessa hefur Viðskiptaráð, frá haustinu 2008, staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um þróun mála hérlendis. Nýjasta útgáfu skýrslunnar, The Icelandic Economic Situation - Status Report, er sú fimmtánda í röðinni. Heilt yfir má ráða af henni að þrátt fyrir fjölmörg vandamál þá eru lífskjör á Íslandi enn góð í alþjóðlegum samanburði og hagkerfið í ákveðnu bataferli.

Skýrslan er gefin út tvisvar á ári og er þá send á yfir 2.000 erlenda tengiliði í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og stjórnkerfum annarrra ríkja víðs vegar um heim. Þessi skýrsla er fyrst og fremst hugsuð sem safn upplýsinga, tilvísana og hlekkja í vefsíður og gögn annarra aðila frekar en greining á þróun og stöðu efnahagsmála. Þá hefur Viðskiptaráð reglulega gefið út glærur þar sem stiklað er á stóru í efni skýrslunnar, en þær eru aðgengilegar hér. Að auki eru hrágögn að baki myndum skýrslunnar aðgengileg hér.

Skýrsluna má nálgast hér. Í þessari útgáfu skýrslunnar er að finna efni frá margvíslegum aðilum t.a.m. um eftirfarandi:

 • Gjaldeyrishöftin: Herðing haftanna og fjárfestingarleiðin
 • AGS áætlunin: Síðasta úttektin og ný efnahagsstefna
 • Stjórnvöld: Ný ráðuneyti og mannabreytingar í stjórnarráðinu
 • Icesave: Ferlið hjá ESA og EFTA dómstóllinn
 • Endurskipulagning skulda: Beina brautin og 110% leiðin
 • Fjármagnsmarkaðir: Sjö fyrirtæki huga að skráningu í Kauphöll
 • Lífeyrissjóðirnir: Ný skýrsla um fjárfestingastefnu þeirra fyrir hrun
 • Sparisjóðirnir: Samruni Íslandsbanka og BYR
 • Gömlu bankarnir: Einföldun stjórnkerfis
 • Ríkisfjármálin: Skuldastaða og nýjar áætlanir m.a. um sölu eigna
 • Stjórnarhættir fyrirtækja: Nýjar leiðbeiningar
 • Framtakssjóðurinn: Eignasafn sjóðsins
 • Mckinsey: Úttekt á hagvaxtarhorfum Íslands
 • Gengislán: Nýlegur Hæstaréttardómur og fyrirtækjalán

Til að fá allar frekari uppfærslur af skýrslunni er hægt að skrá sig á póstlista hér.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Fréttir

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta