Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

20.4.2012

Fiskveišistjórnunarfrumvörp: Umsögn Višskiptarįšs

Stjórn fiskveiða á Íslandi mun ávallt hafa afgerandi áhrif á efnahagsumsvif og almenn lífskjör. Tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og veiðigjaldi liggja nú fyrir, en við mat á þeim skiptir mestu að til grundvallar liggi samstaða um að viðhalda verðmætasköpun í undirstöðuatvinnugrein Íslendinga. 

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um bæði frumvörpin. Það er álit ráðsins að það þjóni ekki sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegsins og þjóðarinnar að frumvörpin nái fram að ganga. Byggir það fyrst og fremst á viðamiklum athugasemdum fjölda sérfræðinga um hagræn áhrif fyrri frumvarpa og athugasemdum í greinargerð sérfræðinga ráðuneytisins við fyrirliggjandi frumvörp. Þá er ámælisvert að í frumvörpunum er ekki til staðar fullnægjandi úttekt sjávarútvegsráðuneytis á efnahagslegum áhrifum frumvarpanna, bæði fyrir atvinnugreinina og hagkerfið í heild. Slík vinnubrögð teljast ekki boðleg í þessu mikilvæga málefni. 

Viðskiptaráð tekur undir mikilvægi þess að þjóðin njóti arðs af auðlindum sínum en telur frumvörpin fela í sér óhóflega skattlagningu og breytingar sem eru til verulegs óhagræðis í greininni. Þannig yrðu breytingarnar til þess að rýra verðmætasköpun og koma þannig niður á almennum lífskjörum Íslendinga.

Umsögn Viðskiptaráðs við frumvörpin má nálgast hér.

Tengt efni:


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Fréttir

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta