Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

7.5.2012

Stofnfundur Amerķsk-ķslenska višskiptarįšsins

Tilkynning  frá undirbúningshópi

Įkveðið hefur verið að endurvekja starfsemi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins (AMÍS) með það að markmiði að styrkja samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði viðskipta, verslunar, menningar- og menntamála. Mikill áhugi er á að ráðið taki til starfa á ný til að stuðla að bættum samskiptum og til að greiða fyrir viðskiptum og  efla samvinnu fyrirtækja í löndunum tveimur. Stofnfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. maí, kl. 8:00 - 9:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Þegar hafa 60 fyrirtæki skráð sig í ráðið.
   
Stefnan er að AMÍS haldi uppi öflugu hagsmunastarfi og vinni skipulega að því að efla gagnkvæm samskipti milli Íslands og Bandaríkjanna. Á stofnfundinum verður kjörin stjórn og formaður ráðsins. Meðal þeirra sem ávarpa fundargesti að lokinni stofnun verða Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Luis E. Arrega, sendiherra Bandaríkjanna, Michael B. Hancock, borgarstjóri í Denver í Colorado ásamt nýkjörnum formanni AMÍS.

Ķ framhaldi af stofnfundinum verður efnt til hringborðsumræðna á vegum sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, þar sem fjallað verður um viðskiptatækifæri í Denver og Colorado og þá möguleika sem íslensk fyrirtæki hafa á því svæði.

Frekari upplýsingar veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Fréttir

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta