Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

12.3.2009

Formašur Višskiptarįšs: Horfum til framtķšar

Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs Íslands og forstjóri Exista, kom víða við í setningarræðu sinni á árlegu Viðskiptaþingi ráðsins, sem nú stendur yfir á Reykjavík Hilton Nordica. Meðal þess sem Erlendur fjallaði um í erindi sínu er sú neikvæða viðhorfsbreyting sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi undanfarið gagnavart bæði stjórnvöldum og viðskiptalífinu: „Þó svo viðhorf af þessu tagi séu að einhverju leiti skiljanleg, þá eru þau mjög skaðleg og standa framförum fyrir þrifum.  Þau draga úr vilja góðs fólks til þátttöku í endurreisn, hvort heldur sem eru á opinberum vettvangi eða innan atvinnulífs.  Þau koma í veg fyrir skilvirka ákvörðunartöku stofnana og ríkisfyrirtækja í tengslum við úrvinnslu á bráðavandamálum [...] og þau fæla frá atvinnurekstri þá sem hann hafa stundað og draga úr áhuga nýrra aðila til aðkomu að atvinnusköpun.“

Erlendur varaði einnig við hugmyndum um takmörkun á athafnafrelsi: „Rökin fyrir því að grunnforsendur markaðsbúskapar séu brostnar eru veik og geta reynst skaðleg fái þau víðtækan hljómgrunn. Þó nú blási á móti er ekki vænlegt að snúa baki við þeim almennu viðhorfum sem hafa leitt til hagsældar vestrænna ríkja síðustu áratugi. Einnig er brýnt að skoða árangur af hinum valkostinum, sem felur í sér skerðingu á athafnafrelsi, aukinn ríkisbúskap, höft og stöðnun.  Reynslan af þessum kosti er ekki góð og er vert að hafa það hugfast í þeirri ríkisvæðingu sem nú stefnir í.“

Žá lagði Erlendur áherslu á að mörkuð yrði skýr framtíðarsýn. Í þessu sambandi gerði hann Evrópusambandið að sérstöku umfjöllunarefni: „Vart er hægt að líta framhjá því að raunverulegir efnahagslegir kostir fylgja aðild að myntbandalagi Evrópu og Evrópusambandinu. Þeir kostir verða hins vegar ekki skoðaðir til hlítar nema með aðildarumsókn.  Því ætti þegar að skilgreina samningsmarkmið og ganga til viðræðna um aðild að ESB með heildarhagsmuni Íslands að leiðarljósi.  Þar ber sérstaklega að huga að þeim málefnum sem lúta að nýtingu og stjórnun auðlinda.“

Erlendur lagði einnig áherslu á að ákvörðun um stefnu í efnahags- og peningamálum er jafnframt ákvörðun um einkenni þess atvinnulífs sem hér verður byggt á næstu árum. „Alþjóðlega viðurkenndur gjaldmiðill sem tekin eru upp í góðri sátt við önnur lönd fæli í sér aukin tækifæri til nýsköpunar og uppbyggingar fjölbreytts atvinnulífs og meiri möguleika á erlendri fjárfestingu.  Áframhald á núverandi fyrirkomulagi leiðir aftur á móti til einhæfara og takmarkaðra atvinnulífs.“ 

Ræðu Erlendar í heild sinni má lesa hér.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Fréttir

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta