Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

17.4.2009

Nż skošun Višskiptarįšs: Mikilvęgustu kosningamįlin

Fáeinir dagar eru til kosninga og lýkur þá störfum 80 daga stjórnarinnar, a.m.k. þar til niðurstaða kosninga liggur fyrir. Á þeim tíu vikum sem liðnar eru frá því að ný stjórn tók við völdum hefur lítið miðað í úrlausn erfiðra skammtímavandamála. Vextir eru enn í hæstu hæðum, gjaldeyrishöft hafa verið þrengd frekar, atvinnuleysi hefur haldið áfram að vaxa, fáar markvissar lausnir eru í farvatninu hvað varðar skuldavanda heimila og fyrirtækja, gjaldþrotum fjölgar hratt og bankakerfið er enn illa starfhæft. Það virðist því litlu hafa breytt um framgang mikilvægra mála að skipt hafi verið um ríkisstjórn.

Žað sem vekur enn frekari áhyggjur er það viðhorf sem stjórnmálamenn úr öllum flokkum virðast hafa gagnvart vandanum. Í stað þess að einbeita sér í sameiningu að brýnum málum er varða hagsmuni heimila og fyrirtækja hefur tími og orka Alþingis þess í stað farið í þref og deilur um pólitíska hugmyndafræði. Auk þess vantar mikið upp á að stjórnmálamenn landsins hafi mótað skýra og trúverðuga framtíðarsýn í efnahagsmálum þjóðarinnar. Með þessu er Alþingi og raunar flestir stjórnmálamenn landsins að sýna öllum þeim sem standa frammi fyrir gjaldþroti, atvinnuleysi eða öðrum erfiðleikum vegna stöðu hagkerfisins skeytingarleysi og vanvirðingu. Á tímum eins og þeim sem nú ganga yfir er ekki ósanngjarnt að krefjast þess að stjórnmálamenn einbeiti sér að því að greiða úr þeim aðkallandi vanda sem heimili og fyrirtæki standa frammi fyrir og leggja samhliða grunn að endurreisn hagkerfisins.

Ķ samantekt þessari er að finna umfjöllun um þau kosningamál sem Viðskiptaráð telur skipta mestu máli fyrir efnahagslega velferð þjóðarinnar til skemmri og lengri tíma en hafa því miður ekki hlotið viðunandi umfjöllun í aðdraganda kosninga. Umrædd mál eru peningamálin, utanríkismálin og Evrópusambandið, fjármál hins opinbera og hlutverk hins opinbera í atvinnulífinu. Viðskiptaráð hefur áður fjallað um nauðsynlegar áherslur í öllum ofangreindum efnisflokkum og verður afstaða ráðsins dregin fram hér. Auk þess verður fjallað stuttlega um stefnu stjórnmálaflokkanna í þessum málaflokkum, að svo miklu leyti sem hún liggur fyrir. Hér er tilgangurinn einkum sá að hvetja stjórnmálamenn til að veita svör við þeim spurningum sem þeir eiga eftir að svara. Vonir Viðskiptaráðs standa til þess að yfirlit þetta reynist lóð á vogaskálar uppbyggilegrar og markvissrar umræðu um stefnu stjórnmálaflokkanna á þeim örfáu dögum sem eru til stefnu fyrir kosningar þann 25. apríl næstkomandi.

Skoðunina í heild sinni má nálgast hér.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Fréttir

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta