Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

4.9.2009

Mikilvęgi upplżsingaskila

Viðskiptaráð hefur í fréttabréfum sínum á undanförnum mánuðum hvatt fyrirtæki til að standa skil á ársreikningum sínum og bent á mikilvægi þess fyrir atvinnulífið í heild.

Tímanleg skil á grunnrekstrarupplýsingum fyrirtækja eru t.a.m. forsenda þess að alþjóðleg greiðslutryggingarfélög fáist aftur til að tryggja greiðslur íslenskra fyrirtækja. Þó þau mál hafi tekið breytingum til batnaðar, sbr. fréttabréf Viðskiptaráðs frá 21. ágúst síðastliðnum, þá þurfa íslensk fyrirtæki að gera mun betur eigi sú þróun að halda áfram. Enn í dag eiga ríflega 7 þúsund fyrirtæki eftir að skila ársreikningi fyrir árið 2007 skv. upplýsingum frá CreditInfo, en þeim átti að skila inn fyrir lok ágúst í fyrra. Þá rann skilatíminn fyrir ársreikning síðasta árs út 31. ágúst síðastliðinn, en nú fara erlendir aðilar sem þegar eru farnir að greiðslutryggja íslensk fyrirtæki að kalla eftir meiri upplýsingum. Tímanleg skil geta því skipt sköpum.

Markviss upplýsingaskil eru ekki eingöngu mikilvæg vegna greiðsluábyrgða heldur skiptir miklu að þetta heimatilbúna vandamál, sem vanskil ársreikninga eru, sé upprætt til að aukið sé á gagnsæi og um leið trúverðugleika viðskiptalífsins. Um þetta fjallaði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í grein þann 7. maí síðastliðinn þar sem hann sagði m.a. “Ķslensk fyrirtæki geta gengið á undan með góðu fordæmi – og eiga að gera – til að mynda með því að standa tímanlegar skil á lögbundnum rekstrarupplýsingum. Jafnvel væri hægt að ganga lengra og fara fram úr þeirri formlegu upplýsingaskyldu sem lögð er á herðar viðskiptalífs, eins og einhver dæmi eru um á undanförnum dögum. Þannig sýna rekstraraðilar gott fordæmi og vinna að eigin hagsmunum, hagsmunum atvinnulífs og þjóðarinnar í heild.”

Viðskiptaráð vill því brýna fyrir þeim félögum sem eiga eftir að skila ársreikningum að gera það hið fyrsta. Upplýsingar sendist á reports@creditinfo.is.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Fréttir

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta