Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

6.11.2009

Endurskipulagning fyrirtękja & mikilvęgi fjįrfesta

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hélt neðangreint erindi á morgunverðarfundi Íslandsbanka í síðustu viku um mikilvægi fjárfesta í endurreisn hagkerfisins, þar sem hann fór með fundarstjórn:

Fjárfestar gegna stóru hlutverki í endurreisn hagkerfisins, og á það við um stóra jafnt sem smáa, allt frá stofnana- og fagfjárfestum til almennings í landinu. Eftir hremmingar undanfarinna mánaða er hinsvegar ekki nema von að þeir hafi tilhneigingu til að halda að sér höndum og leita sem öruggastra kosta. Þá er núna að finna í skuldabréfum, aðallega ríkis, og innlánum, en nú liggja hátt á annað þúsund milljarðar í innlánum banka og sparisjóða. Gjaldeyrishöft koma í veg fyrir fjárfestingu utan landsteina og markaður með hlutabréf er ekki svipur hjá sjón. 

Um leið er ljóst að forsenda rösklegrar endurreisnar hagkerfisins er þróttmikið og heilbrigt atvinnulíf. Í þeirri endurskipulagningu atvinnulífs sem nú er hafin skortir mikilvægt hráefni, sem er fjármagn. Sem allra fyrst þarf að skapa fjárfestum aðstæður til að koma fjármagni í skilvirkari nýtingu, sérstaklega til fjármögnunar atvinnureksturs. Bæði er þar um að ræða mikilvæga forsendu endurskipulagningar og viðreisnar atvinnulífs en einnig felast þar tækifæri fyrir fjárfesta að ná til baka hluta þess taps sem varð við hrun bankerfisins.
Lesa áfram …

Žá fór Finnur jafnframt með fundarstjórn á ráðstefnu KPMG um fjárhagslega endurskipulagningu á rekstri fyrirtækja, erindi hans má nálgast hér.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Fréttir

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta