Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

15.12.2009

Athugasemdir Višskiptarįšs viš fyrirhugašar skattabreytingar

Viðskiptaráð hefur fylgst náið með aðgerðum stjórnvalda á sviði ríkisfjármála á undanförnum vikum og mánuðum, sem margar hverjar eru afar misráðnar. Bæði fjárlagafrumvarp næsta árs og nýleg frumvörp á sviði skattlagningar bera með sér ríka niðurskurðarfælni af hálfu stjórnvalda – á tímum þegar lítið svigrúm er til slíkra viðhorfa. 

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt því að mæta fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis. VÍ gagnrýnir vinnubrögð Alþingis, en mikill skortur hefur verið á samráði við hagsmunaaðila. Einnig er fyrirætlun ríkisstjórnarinnar um að keyra frumvarpið í gegn á þeim litla tíma sem er til áramóta gangrýnisverð. Í dag eru einungis níu virkir dagar eftir af árinu.

Ķ aðgerðum sínum taka stjórnvöld ekki tillit til þess að veruleg aðlögun hefur þegar átt sér stað hjá heimilum og fyrirtækjum landsins. Þetta sést best á umtalsverðum samdrætti í einkaneyslu, meira en 10 þúsund töpuðum störfum, hruni í fjárfestingu einkaaðila, fjöldagjaldþrotum fyrirtækja og lækkandi launum á almennum vinnumarkaði. Um leið og þessum hópi er ætlað að bera auknar byrðar þá stefnir ríkið eingöngu að því að taka lítil skref í átt til niðurskurðar og aðhalds, þrátt fyrir verulega þenslu í útgjöldum þess undanfarin ár.

Breytingar á skattkerfinu eru ekki líklegar til að heimta tekjur af skilvirkni og munum við því standa uppi í verri stöðu en ella, þar sem tekjurnar sem vænst var eftir munu ekki skila sér í ríkissjóð.

Hér má nálgast umfjöllun VÍ um frumvarpið.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Fréttir

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta