Beint į leišarkerfi vefsins

Saga

Viðskiptaráð Íslands var stofnað 17. september 1917 sem samtök verslunar, iðnaðar og siglinga. Ráðið hefur frá upphafi verið frjáls vettvangur félaga, fyrirtækja og einstaklinga. Aðild að Viðskiptaráði Íslands er frjáls, en víða erlendis tíðkast skylduaðild að viðskiptaráðum.

Sem heildarsamtök viðskiptalífsins starfar Viðskiptaráð óskipt að hagsmunum allra sem stunda viðskipti. Það er eitt öflugasta tæki viðskiptalífsins í baráttunni fyrir úrbótum á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækja og bættum starfsskilyrðum með jafnræði, frjálsa samkeppni og heilbrigða viðskiptahætti að markmiði.

Uppspretta nýrra hugmynda
Viðskiptaráð hefur alla tíð verið uppspretta nýrra hugmynda. Jarðvegur fyrir þessar hugmyndir hefur verið misfrjósamur en til lengri tíma hefur árangurinn verið ótvíræður. Þannig hefur ráðið stuðlað að framförum í viðskiptalífinu í rúm 95 ár, bæði með beinum og óbeinum hætti. Það má tvímælalaust rekja mörg af stærstu framfaraskrefum í viðskiptasögu landsins til frækorna sem sáð hefur verið af Viðskiptaráði Íslands.

Heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf skapar forsendur til framfara og bættra lífskjara. Viðskiptaráð og þeir sem að því standa hafa trú á því að Ísland og íslenskt viðskiptalíf geti skipað sér í fremstu röð í alþjóðlegu samhengi. Til að svo geti orðið þarf einhugur að ríkja á meðal stjórnvalda, atvinnulífs og íbúa landsins um að byggja hér upp kjöraðstæður til viðskipta. Takist það er framtíðin björt.


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Um VĶ » Saga

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta