Beint ß lei­arkerfi vefsins

Lei­beiningar um stjˇrnarhŠtti

Viðskiptaráð hefur unnið í samstarfi við Nasdaq OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja Leiðbeiningarnar komu fyrst út árið 2004 og endurskoðuð útgáfa var gefin út ári síðar. Þriðja útgáfa leiðbeininganna var gefin út árið 2009 og tóku þær þá talsverðum breytingum. Nýjasta útgáfa þeirra er frá því í mars 2012.

Markmið leiðbeininganna er að bæta stjórnarhætti með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, auðvelda þeim þannig að rækja störf sín og um leið treysta hag helstu hagsmunaaðila fyrirtækja. Leiðbeiningunum er ætlað að sýna vilja viðskiptalífsins í verki til að mæta þeirri ábyrgð sem á því hvílir og frumkvæði þess við að taka upp viðmið sem styrkja innviði fyrirtækja og efla traust almennt gagnvart viðskiptalífinu.

Hér má nálgast leiðbeiningarnar:

Að auki hefur talsverð samvinna átt sér stað að undanförnu við nefndir og ráð meðal Norðurlandanna sem hafa með höndum gerð leiðbeininga um stjórnarhætti. Sú samvinna hefur leitt af sér neðangreinda samantekt sem hefur að geyma helstu einkenni Norrænna stjórnarhátta.

═ apríl 2013 hóf starfshópurinn sem stendur að baki útgáfu leiðbeininganna þátttöku í samstarfi fjölmargra aðila sem gefa út sambærilegar leiðbeiningar í um 26 Evrópulöndum. Þetta samstarf gengur undir heitinu European Corporate Governance Network og hófst það árið 2007 en hefur tæplega þrefaldast í umfangi frá þeim tíma.

Nánari upplýsingar
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, veitir nánari upplýsingar varðandi leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja.

Eintök af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja í skýrsluformi má panta með tölvupósti og fást þær einnig á skrifstofu Viðskiptaráðs. Leiðbeiningarnar kosta 3.000 kr. og eintök af leiðbeiningum um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja kosta 1.500 kr.


A­ild a­ Vi­skiptarß­i
Pˇstlisti V═
Vi­skiptarß­ ß FB
LinkedIn sÝ­a Vi­skiptarß­s
Myndasafn Vi­skiptarß­s

Slˇ­in ■Ýn:

┌tgßfa » StjˇrnarhŠttir

Flřtilei­ir

English flag

Mynd


Stjˇrnbor­

Minna letur StŠrra letur Hamur fyrir sjˇnskerta