
Á hlykkjóttum vegi: samrunaeftirlit á Íslandi
Samrunaeftirlit er jafnvægislist milli virkrar samkeppni og framþróunar. Á Íslandi hefur þetta jafnvægi raskast en ferlið er þyngra og flóknara en í nágrannaríkjum og leiðir oftar til íhlutunar samkeppnisyfirvalda. Einfalda þarf reglur, hækka þröskulda og létta á framkvæmd samrunaeftirlits til að tryggja fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi sem styður við nýsköpun og hagvöxt.