
The Icelandic Economy 2025
Hagkerfið dróst saman á síðasta ári eftir kröftugan hagvöxt árin á undan, en horfur til næstu ára eru bjartari. Íbúum landsins fjölgar hratt, að mestu leyti vegna innflytjenda. Útflutningsgreinum hefur vaxið ásmegin og Ísland hefur styrkt alþjóðlega samkeppnishæfni sína. Þetta kemur fram í The Icelandic Economy, nýútgefinni skýrslu um þróun efnahagsmála á Íslandi.