Dagskrá

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 9. grein laga ráðsins:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar bornir upp til samþykktar
  3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt
  4. Lagabreytingar
  5. Kosning kjörnefndar
  6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð
  7. Önnur mál

Stjórnarkjör 2022

Stjórn ráðsins er skipuð 38 einstaklingum. Kosning stjórnar er óbundin þannig að kjörgengir eru allir skuldlausir félagsmenn (stjórnendur í fyrirtækjum sem eiga aðild að Viðskiptaráði).

Þeir félagar sem hafa áhuga á að setja nafn sitt á ábendingalista vegna stjórnarkjörs, og ljá félaginu krafta sína með stjórnarstörfum, eru beðnir að senda tölvupóst á Svanhildi Hólm, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í síðasta lagi föstudaginn 21. janúar 2022.

Kjörseðlar verða sendir út með rafrænum hætti miðvikudaginn 26. janúar nk.

Ábendingalisti með nöfnum þeirra sem gefa sérstaklega kost á sér til stjórnarsetu (og fylgir kjörseðli) er því aðeins leiðbeinandi. Ábendingalista stjórnarkjörs 2022 verður hægt að nálgast á þessari síðu er nær dregur kosningum.

Framboð til formanns

Formaður stjórnar er kosinn sérstaklega í bundinni kosningu og skal framboðum til formanns skilað skriflega til skrifstofu ráðsins í síðasta lagi miðvikudaginn 19. janúar nk. Komi aðeins fram eitt framboð til formanns fer engu að síður fram kosning.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu og önnur aðalfundarstörf fást hjá skrifstofu ráðsins í síma 510-7100.

Aðalfundur 2022 – undirsíður: