Með því að gerast aðili að Viðskiptaráði Íslands getur fyrirtæki þitt tekið þátt í að móta íslenskt viðskiptalíf, notfært sér margvíslega þjónustu ráðsins, komið hugmyndum og málefnum á framfæri, varið mikilvæga viðskiptahagsmuni í gegnum þriðja aðila og eflt bæði innlent og alþjóðlegt tengslanet.

Aðild að Viðskiptaráði felur meðal annars í sér eftirfarandi ávinning:

  • Aðgangur að öflugum málsvara sem gætir hagsmuna meðlima gagnvart hinu opinbera og öðrum, bæði sértækra hagsmuna einstakra félaga og hagsmuna viðskiptalífsins í heild.
  • Efling innlends tengslanets í gegnum stjórn Viðskiptaráðs, málefnahópa, Viðskiptaþing og reglulega fundi um málefni sem varða atvinnulífið.
  • Efling alþjóðlegs tengslanets sitt í gegnum samstarf Viðskiptaráðs við önnur viðskiptaráð og hagsmunasamtök erlendis, millilandaráð og sendiráð hérlendis sem erlendis.
  • Ráðgjöf og þjónusta Viðskiptaráðs án endurgjalds. Sem dæmi má nefna öflun og miðlun upplýsinga til aðildarfélaga, samskipti við opinbera aðila og lögfræðiráðgjöf.
  • Áhrif á umsagnir Viðskiptaráðs um drög að reglugerðum opinberra stofnana og frumvörpum til Alþingis.
  • Aðgangur að fjölda viðburða og funda Viðskiptaráðs og fá betri kjör á námskeið Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík, en viðburðir eru oft haldnir eftir ábendingar frá félögum.
  • Áhrif á útgáfu Viðskiptaráðs, en ráðið gefur út stefnumótandi skýrslur, skoðanir og greinar ár hvert sem ætlað er að auka veg aðildarfélaga í viðskiptum.

Helstu upplýsingar um aðild að Viðskiptaráði Íslands veitir Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri, í síma 510-7100.

Sækja um aðild

Upplýsingar um félagið

Tengiliður

Viltu vita meira?

Hér getur þú skráð þig á póstlista Viðskiptaráðs

Aðild – undirsíður: