Alþjóðasvið gegnir mikilvægu hlutverki við uppbyggingu viðskiptatengsla milli íslenskra fyrirtækja og erlendra og stendur fyrir fjölþættri starfsemi sem styður við það hlutverk ásamt því að stuðla að aukinni alþjóðavæðingu í íslensku atvinnulífi. Þar fer fram öflugt samstarf sem miðar ennfremur að því að bæta aðgengi innlendra fyrirtækja að erlendum mörkuðum og styrkja velvild í þeirra garð.

Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir

Hjá Viðskiptaráði Íslands eru 15 millilandaráð til húsa. Nánari upplýsingar veitir móttaka í síma 510-7111.

Framkvæmdastjóri millilandaráðanna er Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir (sigrun@chamber.is).