Viðskiptaþing Viðskiptaráðs var fyrst haldið árið 1975 og hefur æ síðan verið mikilvægur vettvangur skoðanaskipta um þróun og horfur í efnahagslífi og viðskiptum hér heima og erlendis. Þingið sækja fulltrúar aðildarfélaga Viðskiptaráðs og millilandaráðanna, þingmenn og fulltrúar stjórnvalda auk annarra áhugasamra um íslenskt viðskiptalíf.

Viðskiptaþing hvers árs beinir sjónum sínum sérstaklega að ákveðnum málaflokkum í takt við tíðarandann hverju sinni. Þannig hafa Viðskiptaþing síðustu ára meðal annars fjallað um samkeppni í breyttum heimi, innlendan rekstur í alþjóðlegu samhengi, aukna framleiðni auðlindagreinanna og tækifæri vegna aukins fjölda ferðamanna.

Viðskiptaþing verður næst haldið í febrúar 2025.

Nokkrar myndir frá Viðskiptaþingi 2024: