„Höfum seigluna til að koma okkur í gegnum þessa lægð“

Á Íslandi þarf að mynda pólitíska samstöðu sem fyrst og mikilvægt er að að markviss stefnumörkun á vegum stjórnvalda eigi sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í pallborði fulltrúa íslensks atvinnulífs á Viðskiptaþingi sem nú fer fram á Hilton Reykjavík Nordica. Umræðum er stjórnað af Eggert Benedikt Guðmundssyni, forstjóra HB Granda, en þátttakendur eru: Ari Kristinn Jónsson Rektor HR, Hermann Guðmundsson Forstjóri N1, Rakel Sveinsdóttir Framkvæmdastjóri CreditInfo, Svava Johansen Forstjóri NTC og Þorsteinn Pálsson.

Spurt var um afstöðu til fyrningar aflaheimilda í sjávarútvegi, svokallaðari fyrningarleið, og svaraði Þorsteinn Pálsson „Þar er verið að hverfa frá markaðslausnum í stjórn sjávarútvegs yfir í félagslegar lausnir“. Þetta þýðir minni framleiðni fyrir eigendur auðlindarinnar og þarf því almenningur að greiða fyrir það með hærri sköttum.  Jafnframt sagði Þorsteinn að ef ekkert breyttist væri erfitt að sjá framtíð í íslensku atvinnulífinu, „Því að breytinga er svo sannarlega þörf.“ Leysa þarf pólitísku kreppuna og þá verður hægt að leysa þá kreppu sem nú stendur yfir í efnahagslífinu. Þorsteinn sagði að hér þyrfti að mynda pólitíska samstöðu sem fyrst.  Einnig væri einkar mikilvægt að markviss stefnumörkun ætti sér stað hér á landi, eins og kom fram í erindi Dr. Vietor‘s fyrr á þinginu.

„Skattahækkanir samhliða rýrnun launa ganga ekki til framtíðar, en þetta er einkar mikilvægt mál fyrir heimilin í landinu.“ Þetta sagði Rakel Sveinsdóttir en hún kom einnig inn á það að við Íslendingar þyrftum að herða okkur í mörgu ef við ætluðum að verða samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi. Þar væru upplýsingaskil mjög mikilvæg og meðal þess eru skil fyrirtækja á ársreikningum. Hún tók jafnframt fram að við Íslendingar „höfum seigluna til að koma okkur í gegnum þessa lægð“.

ESB innganga Íslandi mjög mikilvæg
Þegar talið barst að inngöngu Íslands í Evrópusambandið svaraði Hermann Guðmundsson að hann væri „ekki til í að ganga inn í ESB á hvaða verði sem er, en innganga í Evrópusambandið er Íslandi mjög mikilvæg“.  Einnig tók Hermann fram að við þyrftum að gæta okkar að sofna ekki aftur á verðinum.

Svava Johansen sagði sitt fyrirtækja eiga í mikilli samkeppni við fyrirtæki í ríkiseigu „Þetta þarf að laga og koma þessum fyrirtækjum aftur í hendur einkaaðila“. Svava tók fram að hún væri sérstaklega ánægð með þátttöku sína í Viðskiptaráði, en þar sé tilvalinn samræðuvettvangur fyrirtækja þar sem fólk getur lært hvort af öðru.

Ari Kristinn Jónsson talaði um nýsköpun í  atvinnulífinu, og þær mismunandi leiðir sem hægt er að feta í þeim efnum, t.d. nýsköpun í háskólum og nýsköpun í formi nýrra fyrirtækja. Að lokum kom hann inn á það að „Nýsköpun er ekki eitthvað félagslegt úrræði“. 

Tengt efni

Ávarp Ara Fenger á Viðskiptaþingi

Ari Fenger flutti opnunarávarp á Viðskiptaþingi 2024. Þetta var hans síðasta ...
12. feb 2024

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - 4. ársfjórðungur

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic ...
2. nóv 2023

Stígum skrefið til fulls - öllum til hagsbóta

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (mál nr. 470)
2. jún 2022