Morgunverðarfundur: Er Ísland opið fyrir fjárfestingu - Frá orðum til athafna

Miðvikudaginn 24. mars n.k. stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni: Er Ísland opið fyrir fjárfestingu - Frá orðum til athafna.

Miklar breytingar hafa orðið á íslensku fjárfestingaumhverfi síðastliðin tvö ár, en eftir hrun íslensku krónunnar í kjölfar gjaldþrots viðskiptabankanna þriggja kom Seðlabankinn á gjaldeyrishöftum sem enn eru í gildi.

Markmið þessa fundar er að stuðla að opinni umræðu meðal aðila viðskiptalífsins um fjárfestingaumhverfið á Íslandi í ljósi gjaldeyrishaftanna. Málefnaleg umræða um gjaldeyrishöft er einkar mikilvæg á þessum tímapunkti, en fjárfesting er nauðsynleg í endurbyggingu hagkerfisins. Mikilvægt er að við búum vel að því umhverfi og það hvetji til fjárfestinga hvort sem um er að ræða umhverfi fyrir innlenda eða erlenda fjárfesta.

Framsögumenn og þátttakendur í pallborði eru:
Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar

Auk þeirra taka þátt í pallborðsumræðum:
Agnar Hansson, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá H.F. Verðbréfum
Kristinn Hafliðason, verkefnisstjóri hjá Fjárfestingarstofu
Tanya Zharov, lögfræðingur Auðar Capital

Fundarstóri er Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, en hann mun einnig stýra pallborðsumræðum.

Eins og áður sagði verður fjallað um fjárfestingaumhverfið hér á landi og ættu fundargestir að geta fengið innsýn í raunveruleg vandamál og lausnir mismunandi aðila viðskiptalífsins. Efnistök snerta m.a. á málefnum sem þessum:

  • Hver eru áhrif gjaldeyrishafta á fjárfestingaumhverfið?
  • Er Ísland raunhæfur fjárfestingakostur fyrir erlenda aðila miðað við þá óvissu sem hér ríkir?
  • Hver eru næstu skref varðandi gjaldeyrishöftin, munu þau halda eða ætti að afnema þau strax?
  • Hvað má betur fara í umhverfi fjárfestinga bæði fyrir innlenda og erlenda aðila?

Fundurinn hefst klukkan 8.15 og stendur til 10, en hann fer fram í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Verð er kr. 2.900.

Tengt efni

Fjárfestingaumhverfið á Íslandi: Erum við á réttri leið?

Á morgun, miðvikudag, stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi um ...
23. mar 2010

Er Ísland opið fyrir fjárfestingu - Frá orðum til athafna

Miklar breytingar hafa orðið á íslensku fjárfestingaumhverfi síðastliðin tvö ár, ...
24. mar 2010

Morgunverðarfundur: Er Ísland opið fyrir fjárfestingu - Frá orðum til athafna

Miðvikudaginn 24. mars n.k. stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi ...
17. mar 2010