Morgunverðarfundur: Er Ísland opið fyrir fjárfestingu?

Á miðvikudaginn (24. mars) stendur Viðskiptaráð fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni: Er Ísland opið fyrir fjárfestingu - Frá orðum til athafna. Miklar breytingar hafa orðið á íslensku fjárfestingaumhverfi síðastliðin tvö ár og spila gjaldeyrishöft þar stórt hlutverk. Því skiptir miklu að höftin séu í sífelldri endurskoðun og að um þau sé uppi upplýst umræða. Er það markmið fundarins þar sem rætt verður um tilgang haftanna, tilhögun þeirra, áhrif og afnám.