Höftin, ríkisfjármál og efnahagsbatinn

Viðskiptaráð Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi á morgun, miðvikudag, en meðal framsögumanna er Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands. Erindi hans ber heitið Höftin, ríkisfjármál og efnahagsbatinn, en í því mun Arnór fjalla um samspil þessara þriggja þátta og áhrif þeirra á aðgengi Íslands að lánsfjármagni.

Auk Arnórs munu Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar og Ragnar Guðmundson forstjóri Norðuráls flytja erindi á fundinum. Að erindum loknum mun Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, stýra pallborðsumræðum. Í pallborðinu eru auk frummælenda Agnar Hansson forstöðumaður markaðsviðskipta hjá H.F. Verðbréfum, Kristinn Hafliðason verkefnisstjóri hjá Fjárfestingarstofu og Tanya Zharov lögfræðingur Auðar Capital.

Fundurinn ber heitið Er Ísland opið fyrir fjárfestingu - Frá orðum til athafna?

Fundurinn fer fram í Hvammi á Grand Hótel, hann hefst kl. 8.15 og stendur til kl. 10.

Nánari upplýsingar má finna hér

Tengt efni

Vel sóttur Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun, 23. nóvember. Yfirskrift ...
23. nóv 2023

Peningamálafundur Viðskiptaráðs 2023

Yfirskrift fundarins í ár er: Stenst hagstjórnin greiðslumat?
27. okt 2023