Höftin, ríkisfjármál og efnahagsbatinn

Viðskiptaráð Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi á morgun, miðvikudag, en meðal framsögumanna er Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands. Erindi hans ber heitið Höftin, ríkisfjármál og efnahagsbatinn, en í því mun Arnór fjalla um samspil þessara þriggja þátta og áhrif þeirra á aðgengi Íslands að lánsfjármagni.

Auk Arnórs munu Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar og Ragnar Guðmundson forstjóri Norðuráls flytja erindi á fundinum. Að erindum loknum mun Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, stýra pallborðsumræðum. Í pallborðinu eru auk frummælenda Agnar Hansson forstöðumaður markaðsviðskipta hjá H.F. Verðbréfum, Kristinn Hafliðason verkefnisstjóri hjá Fjárfestingarstofu og Tanya Zharov lögfræðingur Auðar Capital.

Fundurinn ber heitið Er Ísland opið fyrir fjárfestingu - Frá orðum til athafna?

Fundurinn fer fram í Hvammi á Grand Hótel, hann hefst kl. 8.15 og stendur til kl. 10.

Nánari upplýsingar má finna hér

Tengt efni

Stefna til óstöðugleika og ósjálfbærni?

Beita þarf ríkisfjármálum af skynsemi við núverandi aðstæður og setja endurreisn ...
1. sep 2020

Fjárfesting í skjóli gjaldeyrishafta

Á miðvikudag stendur Viðskiptaráð fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni:
18. mar 2010

Fjárfestingaumhverfið á Íslandi: Erum við á réttri leið?

Á morgun, miðvikudag, stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi um ...
23. mar 2010