Fækkun ráðuneyta: vilji 75% landsmanna

Talsverð umræða hefur verið um fækkun ráðuneyta að undanförnu. Líkt og iðulega virðist sem tvær fylkingar hafi myndast um málið, önnur með og hin á móti, en lítið hefur borið á heildstæðum rökum þessara fylkinga. Önnur þeirra virðist þó eiga talsverðan samhljóm með landsmönnum, en skv. nýlegum Þjóðarpúlsi Capacent Gallup er það vilji þriggja fjórðu hluta landsmanna að ráðuneytum verði fækkað.

Viðskiptaráð hefur fyrir sitt leyti hvatt stjórnvöld til að láta verða af fækkun ráðuneyta og hefur ráðið áður lagt fram tillögur í þeim efnum. Telur ráðið að kostir slíkra breytingu séu fjölmargir, eins og áður hefur verið reifað. Hefur ráðið þó lagt áherslu á að vörður verði staðinn um áframhaldandi tekju- og verðmætasköpun þeirra atvinnuvega sem heyra undir þau ráðuneyti sem sameinst undir hatti nýs atvinnuvegaráðuneytis.

Þá tekur ráðið undir með Samtökum atvinnulífsins að mikilvægt sé að ráðuneyti sem fara með málefni atvinnuvega og að undirstofnanir sem fjalla um þá málaflokka verði ekki aðskilin. Auk þess er rétt að skoðuð verði nánar hagkvæmni þess að færa auðlindamál undir umhverfisráðuneytið. Það er álit ráðsins að stórir málaflokkar á borð við þessa, þar sem ólíkar áherslur geta legið að baki, fái mun markvissari meðferð innan sérstakra ráðuneyta og að hagsmunamatið og umræður tengdar því verði mun gegnsærri með þeim hætti.

Tengt efni

Stuðningsstuðullinn lækkar

Jákvæð þróun á vinnumarkaði - Stuðningsstuðullinn mældist 1,3 í fyrra og lækkaði ...
10. nóv 2023

Hver er þín verðbólga?

Viðskiptaráð hefur sett upp reiknivél sem gerir hverjum og einum kleift að ...
17. ágú 2022

Fleiri njóta stuðnings einkageirans

Stuðningsstuðull atvinnulífsins hækkaði talsvert í faraldrinum
20. apr 2022