Skattalegar brotalamir: efla þarf útgáfu á bindandi forúrskurðum

Við undirbúning og framkvæmd þeirra skattabreytinga sem komið hafa til framkvæmda síðasta árið hefur verulega skort á að nægilegt samráð hafi verið haft við atvinnulífið og aðra hagsmunaaðila. Einnig hefur umræða um afleiðingar breytinganna verið afar rýr, sérstaklega þegar verulegt umfang þeirra er haft í huga. Einleikur stjórnvalda af þessu tagi og almennur skortur á samráði eykur líkur á mistökum við breytingar á skattalöggjöf og dregur enn frekar úr tiltrú atvinnulífis um að raunverulegur samstarfsvilji sé fyrir hendi hjá stjórnvöldum.

Í núverandi efnahagsástandi sem einkennist, m.a. af fjárhagslegri endurskipulagningu fjölda fyrirtækja og tíðum breytingum á skattkerfinu, er uppi töluverð óvissa um skattalega meðferð ýmissa tekna. Ein afleiðing þessa er að mörg fyrirtæki eiga erfitt með að gera langtímaáætlanir. Til að taka á þessu vandamáli væri rétt að virkja þá heimild í núverandi lögum að hægt sé að fá bindandi forúrskurði í skattamálum. Þrátt fyrir að þessi heimild hafi verið í lögum til fjölda ára hafa afar fáir úrskurðir verið kveðnir upp á ári hverju.

Skilvirkari afgreiðsla dregur úr óvissu
Með bindandi úrskurðum fá fyrirtæki staðfestingu fyrirfram frá skattyfirvöldum á skattalegri meðferð tiltekinna tekna. Sú staðfesting felur þá í sér um leið túlkun skattyfirvalda á viðkomandi ákvæðum laga hvað varðar umræddar tekjur, sem önnur fyrirtæki gætu unnið samkvæmt. Skilvirkari afgreiðsla slíkra úrskurða myndi þannig draga úr óvissu um túlkun skattalaga og hafa jákvæð áhrif á rekstarumhverfi fyrirtækja.

Fjallað er um málið í skoðun Viðskiptaráðs frá því í síðustu viku, en í henni er einnig er farið yfir aðrar brotalamir í skattkerfinu sem brýnt er að færa til betri vegar. Skoðunina í heild sinni má nálgast hér.

Tengt efni

Skilvirkni og hagkvæmni í þágu atvinnulífs og neytenda

Opinberar stofnanir ættu að vera færri frekar en fleiri, umfang þeirra nægilegt ...
12. nóv 2020

Hálendisþjóðgarður þarfnast betri undirbúnings

Viðskiptaráð getur ekki stutt Hálendisþjóðagarð í óbreyttri mynd og leggur til ...
3. feb 2021

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020