Nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Haraldur I. Birgisson hefur tekið við starfi aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, en áður gegndi hann starfi yfirlögfræðings ráðsins. Fráfarandi aðstoðarframkvæmdastjóri, Frosti Ólafsson, hverfur nú til frekara náms erlendis en hann hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá árinu 2006, fyrst sem hagfræðingur ráðsins. Stjórn og starfsfólk þakka Frosta samstarfið og vel unnin störf í þágu ráðsins og óska honum á sama tíma velfarnaðar í framtíðinni.

Haraldur, sem tekur við starfi aðstoðarframkvæmdastjóra, er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá byrjun árs 2007, en þar áður hjá bæði Landsbankanum og Sparisjóði Kópavogs. Stjórn Viðskiptaráðs býður Harald velkominn i nýtt hlutverk aðstoðarframkvæmdastjóra, en ljóst er að ráðinu er mikill akkur í áframhaldandi starfskröftum hans.

Tengt efni

Katrín Olga: Þarf samstöðu og vilja til að laga kynjahallann

Í ávarpi sínu á Viðskiptaþingi fór Katrín Olga Jóhannesdóttir, fráfarandi ...
13. feb 2020

Diplómatíska dínamítið

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hélt erindi á ráðstefnu um ...
19. mar 2018

Gleðilegt ár!

Við óskum starfsmönnum aðildarfyrirtækja okkar, og landsmönnum öllum, gleðilegs ...
29. des 2006