Hagvaxtarstefna Asíulanda - Lærdómar fyrir Ísland

Hvernig getur skipulagt samstarf milli viðskiptalífs og hins opinbera stutt við uppbyggingu á nýjum atvinnuvegum? Þetta er meðal þess sem fjallað verður um á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands, Japanska sendiráðsins á Íslandi, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík á milli kl. 8.15 og 10 þriðjudaginn 31. ágúst 2010.

Opnunarávarp: Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Fundarstjóri: Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.

Aðalræðumaður: Dr. Seiichiro Yonekura, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi Háskóla í Tókýó. Erindi hans mun m.a. fjalla um „Development of national industrial policies in Asian economies“ en þar mun hann styðjast við raundæmi um hagvaxtarlíkön frá völdum Asíulöndum.

Aðrir ræðumenn eru:
Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair.
Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Að loknum erindum ræðumanna munu þeir taka við spurningum úr sal. Nánari upplýsingar verða birtar hér.

Tengt efni

Þetta er ekki búið fyrr en það er búið

Svanhildur Hólm gerir upp árið 2021 - sýninguna sem ekki hefði verið selt inn á.
29. des 2021

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020

Uppvakningar viðskiptalífsins

Í mörgum hrollvekjum eru fyrirbæri sem nefnast uppvakningar í aðalhlutverki. ...
9. okt 2009