Hagvaxtarstefna Asíulanda - Lærdómar fyrir Ísland

Hvernig getur skipulagt samstarf milli viðskiptalífs og hins opinbera stutt við uppbyggingu á nýjum atvinnuvegum? Þetta er meðal þess sem fjallað verður um á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands, Japanska sendiráðsins á Íslandi, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík á milli kl. 8.15 og 10 þriðjudaginn 31. ágúst 2010.

Opnunarávarp: Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Fundarstjóri: Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.

Aðalræðumaður: Dr. Seiichiro Yonekura, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi Háskóla í Tókýó. Erindi hans mun m.a. fjalla um „Development of national industrial policies in Asian economies“ en þar mun hann styðjast við raundæmi um hagvaxtarlíkön frá völdum Asíulöndum.

Aðrir ræðumenn eru:
Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair.
Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Að loknum erindum ræðumanna munu þeir taka við spurningum úr sal. Nánari upplýsingar verða birtar hér.

Tengt efni

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020

Hagvaxtarstefna Asíulanda - Lærdómar fyrir Ísland

Hvernig getur skipulagt samstarf milli viðskiptalífs og hins opinbera stutt við ...
16. ágú 2010

Nýsköpun og atvinnuuppbygging - Hvað má læra frá Asíu?

Hvernig getur skipulagt samstarf milli viðskiptalífs og hins opinbera stutt við ...
30. ágú 2010