Hagvöxtur eða stöðnun - Hvað getum við gert?

Hvernig getur skipulagt samstarf milli viðskiptalífs og hins opinbera stutt við uppbyggingu á nýjum atvinnuvegum? Þetta er meðal þess sem fjallað verður um á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands, Sendiráðs Japans á Íslandi, Háskólans í Reykjavík og japanskra fræða við Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram þriðjudaginn nk.

Á fundinum verður m.a. rætt um mikilvægi þess að stjórnvöld móti stefnu í uppbyggingu atvinnuvega hér á landi og jafnframt er tilgangur hans að hvetja til þess að því að slík stefna verði þróuð. Málið er sérstaklega áhugavert í ljósi fyrirhugaðrar sameiningar iðnaðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyta í eitt atvinnuvegaráðuneyti.

Ræðumenn verða Birkir Hólm Guðnason forstjóri Icelandair og Björn Rúnar Guðmundsson skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, en einnig mun flytja erindi á fundinum japanski prófessorinn Dr. Seiichiro Yonekura.

Dr. Yonekura hefur m.a. starfað sem aðstoðarforseti stofnunar um stefnumótun hjá Sony Corporation, sem er ráðgefandi fyrir langtíma áætlanir fyrirtækisins. Nú starfar hann sem forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi Háskóla í Tókýó.

Tengt efni

Þetta er ekki búið fyrr en það er búið

Svanhildur Hólm gerir upp árið 2021 - sýninguna sem ekki hefði verið selt inn á.
29. des 2021

Landsvirkjun og BYKO með samfélagsskýrslur ársins

Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins var veitt við hátíðlega athöfn í Húsi ...
9. jún 2021

Hver er þín vinnuvitund?

Viðskiptaráð kynnir nýjan spurningaleik um vinnutíma, kaupmátt og annað sem snýr ...
27. apr 2021