Opinn fundur um skattamál fyrirtækja 23. september

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efna til opins morgunverðarfundar um skattamál fyrirtækja fimmtudaginn 23. september nk. á Hótel Nordica. Þar munu samtökin leggja fram og kynna tillögur að umbótum á skattkerfinu sem miða að því að efla fjárfestingar, stuðla að sköpun nýrra starfa og bæta lífskjör landsmanna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mun bregðast við tillögunum, auk þess sem stjórnendur úr atvinnulífinu og skattasérfræðingar munu ræða raunveruleg dæmi um það sem þarf að laga til að endurreisn atvinnulífsins geti hafist.

SA-VÍ

Fundurinn hefst kl. 8:30 og verður lokið kl. 10:00. Léttur morgunverður og kaffi frá kl. 8:00. Þátttakendur fá eintak af nýju riti Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um nauðsynlegar umbætur á skattamálum fyrirtækja.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU

 

Tengt efni

Ótakmarkaðir möguleikar

Þegar þetta er ritað eru fleiri atvinnulausir en sem nemur öllum íbúum Akureyrar ...
16. des 2020

Samkeppnishæfni Íslands 2020: Niðurstöður kynntar

Viðskiptaráð Íslands býður til opins fjarfundar 16. júní þar sem niðurstöður ...
11. jún 2020

Skattafrumvörp og áhrif á atvinnulífið

Í tilefni af nýju skattafrumvarpi býður Deloitte til opins upplýsingafundar um ...
9. des 2009