Opinn fundur um skattamál: Skattahækkanir hafa neikvæð áhrif á viðskiptalífið

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar um skattamál fyrirtækja fimmtudaginn 23. september nk. á Hilton Nordica. Húsið opnar með morgunverði klukkan 8:00, en fundurinn hefst klukkan 8.30 stendur til 10 - aðgangur er ókeypis. Margt bendir til þess að þær breytingar sem hafa verið innleiddar á skattkerfinu hérlendis undanfarin misseri séu farnar að hafa neikvæð áhrif á atvinnulífið. Fundinum er ætlað að vera innlegg í þá umræðu sem þarf að eiga sér stað um skattkerfið til að tryggja að samkeppnisstaða landsins veikist ekki enn frekar.

Þar verður m.a. farið yfir þær brotalamir sem eru á núverandi skattalöggjöf og hvaða breytingar þarf að ráðast í. Á fundinum munu stjórnendur úr atvinnulífinu og skattasérfræðingar munu ræða raunveruleg dæmi um það sem þarf að laga til að endurreisn atvinnulífsins geti hafist.

Fundarstjóri er Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Opnunarávarp flytur Vilmundur Jósefsson, formaður SA.  Tillögur atvinnulífsins verða kynntar af Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóri SA, og í framhaldi af því kemur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, með viðbrögð við tillögum.

Í pallborði eru Alexander G. Eðvardsson forstöðumaður skattasviðs KPMG, Ingibjörg Árnadóttir lögfræðingur hjá Íslandsbanka, Margrét Guðrún Jónsdóttir skrifstofustjóri Nox Medical, Vala Valtýsdóttir yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte og Þórður Magnússon stjórnarformaður Eyrir Invest og stjórnarmaður í Viðskiptaráði. Þátttakendur fá eintak af nýju riti Viðskiptaráðs og SA um nauðsynlegar umbætur á skattkerfinu.


Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Icelandic Economy 4F 2022

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. ...
13. okt 2022