Efling fjárlagagerðar og sjálfstæðrar greiningar í Evrópu

Undanfarin misseri hefur nokkur umræða verið innan Evrópusambandsins um hvernig efla megi eftirlit og umgjörð með efnahagsþróun og útgjöldum hins opinbera. Nýlega gaf starfshópur á vegum sambandsins út greinargerð um hvernig bæta megi opinbera stjórnarhætti, styrkja fjárlagagerðina og efla eftirlit með hagþróun hvers lands fyrir sig.

Helstu tillögur
Meðal tillagna er að efla eftirlit með fjárlagagerð annarra ríkja, auka samstarf milli ríkja og efla stofnanir til að styrkja fjárlagagerðina. Helstu ráðleggingar starfshópsins eru að:

  • Auka áherslu á sjálfbærni ríkissjóðs með betra eftirliti með fjárlagagerðinni.
  • Auka notkun fjármálareglna og styrkja umgjörð fjárlagagerðarinnar. M.a. að setja skilyrði um hagtölugerð og hagspár, og útbúa ramma til nokkurra ára í senn (e. medium term).
  • Auka gæði hagtalna um starfssemi hins opinbera

Í samræmi við tillögur Viðskiptaráðs
Tillögur þessar eru um margt líkar þeim sem Viðskiptaráð hefur bent á undanfarin misseri í skýrslum og skoðunum. Þar er m.a. lagt til að bindandi útgjaldarammar, aukin notkun fjármálareglna við fjárlagagerðina sem og að efla spágerð til muna. Nánari umfjöllun um tillögur sem þessar af hálfu Viðskiptaráðs má finna í skoðunum og skýrslum ráðsins, t.d. Ríkisfjármál - Samstaða um bætt vinnubrögð frá júní 2010 og Útþensla hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur.

Sjálfstæður Seðlabanki?
Starfshópur Evrópusambandsins leggur einnig til að hver þjóð efli eða komi á fót sjálfstæðu ráði eða stofnun sem veiti ráðgjöf, mat og gefi út spár um hagþróun og fjármál hins opinbera. Ráðinu er m.a. ætlað að styrkja fjárlagagerð hvers ríkis með óháðri greiningu á stöðu mála.

Á haustfundi KPMG sem fram fór í gær lét Már Guðmundsson þau orð falla að í aðdraganda hrunsins hefðu sérfræðingar bankans spáð fyrir um mun dýpri kreppu á árunum 2008 og 2009 en opinberlega var gefið út. Már sagði einnig að þær spár hafi ekki verið gerðar opinberar sökum ótta við viðbrögð, en þó hafi verið sett nægilega út á þá spá bankans sem gefin var út. Vekur þessi yfirlýsing Más alvarlegar spurningar um sjálfstæði Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins og hvort ótti við viðbrögð hafi haft áhrif á þá efnislegu greiningu sem fór fram innan bankans. Ummæli Más vekja einnig upp áleitnar spurningar um hvort sé þörf á sjálfstæðri stofnun eða ráði hérlendis í anda Þjóðhagsstofnunar sem fer yfir og greinir hagþróun komandi missera í anda þeirra tillagna sem starfshópur Evrópusambandsins gerir ráð fyrir.

Tengt efni

Gríðarleg útgjaldaaukning aðeins gengið að hluta til baka

Umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun 2024 - 2028
19. apr 2023

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022

Ekki svigrúm til aukinna útgjalda

Umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun
16. maí 2022