Skattkerfið: Ísland kemur síst til greina fyrir ný fyrirtæki

Í Markaði Fréttablaðsins í dag er að finna ítarlega umfjöllun um þá vankanta skattkerfisins sem innleiddir voru með skattabreytingum stjórnvalda á síðasta ári. Í umfjölluninni er rætt við þrjá skattasérfræðinga og Finn Oddsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Finnur bendir á að tiltölulega einfalt mál ætti að vera að laga tæknilegar ambögur á skattkerfinu sem hafa ekkert pólitískt vægi. Vísar hann m.a. þar til nýrrar skoðunar ráðsins frá því í gær  Hagkvæmni ofar hagsmunum flokka – samstaða um tæknilegar skattabreytingar þar sem bent er á 17 skattaleg atriði sem eru eingöngu tæknilegs eðlis og þarf að lagfæra.

Finnur kom jafnframt inn á verklagið við breytingarnar og sagði þar að nálgunin hafi verið „ ... verulega gagnrýni verð. Tveir virkir dagar voru gefnir til umsagnar. Þrátt fyrir það komu góðar ábendingar frá fjölda aðila um það sem betur mátti fara. Nokkrum dögum síðar varð frumvarpið að lögum án þess að í raun hefði verið tekið tillit til gagnrýni í umsögnum. Því sé ekkert óeðlilegt þó menn hafi gert mistök“ en að mikilvægt væri að færa þau til betri vegar sem fyrst.

Skattasérfræðingarnir þrír sem rætt er við eru Alexander G. Eðvardsson, forstöðumaður skattasviðs KPMG, Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte og Pim Peters skattasérfræðingur Marels. Öll eru þau sammála um að margar skattabreytingar stjórnvalda hafi haft þau áhrif að fæla frá fjárfesta og fyrirtæki. Í stað þess að afla aukinna tekna hefur ríkissjóður orðið af tekjum. Tjónið hafi þannig verið tvöfalt því breytingarnar hafi jafnframt skaðað fyrirtækin. M.v. við uppbyggingu skattkerfisins núna myndi Pim Peters síst hugnast það að lenda flugvél sinni hér ef hann væri að leita eftir álitlegu landi til að koma nýju fyrirtæki á laggirnar.

Umfjöllunina Markaðarins má nálgast hér (bls. 6-7).

Tengt efni

Skattalegar brotalamir: breyta þarf reglum um meðferð söluhagnaðar

Í s.l. viku gaf Viðskiptaráð út skoðun þar sem farið er yfir þá vankanta sem ...
13. júl 2010

Hagsmunir heildarinnar ráði för

Það má sjá bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar á þeirri þróun sem hefur átt sér ...
19. jan 2010

Hagkvæmni ofar hagsmunum flokka - Samstaða um tæknilegar skattabreytingar

Þau verkefni sem núverandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir eru ekki öfundsverð. ...
2. nóv 2010