Námsstyrkir VÍ til framhaldsnáms erlendis

Viðskiptaráð tekur virkan þátt í uppbyggingu menntunar og er bakhjarl bæði Verzlunarskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í gegnum Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun (SVÍV). Ráðið hefur um árabil veitt styrki til framhaldsnáms erlendis. Undanfarin ár hafa verið veittir fjórir styrkir árlega og hefur afhending þeirra farið fram á Viðskiptaþingi, sem haldið verður miðvikudaginn 16. febrúar 2011 næstkomandi.

 

Hverjir geta fengið styrk?
Tveir styrkir eru veittir til framhaldsnáms við erlenda háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Þá eru veittir tveir styrkir úr námssjóði um upplýsingatækni, sem eingöngu eru veittir umsækjendum í upplýsingatækninámi erlendis á framhaldsstigi. Hver styrkur er að upphæð kr. 400.000.

Hvert á að skila umsóknum?
Umsóknum skal skilað til Viðskiptaráðs Íslands, Kringlunni 7, 103 Reykjavík og skulu þær merktar „Námsstyrkur 2011“. Hægt er að senda umsóknir með tölvupósti til vi@vi.is eða á faxi: 568 6564. Umsóknarfrestur fyrir námsstyrki Viðskiptaráðs 2011 er 28. janúar 2011, kl. 16:00. Allar nánari upplýsingar má nálgast hér.

Nánari upplýsingar um Viðskiptaráð sem bakhjarl menntunar:

Tengt efni

Afhjúpun styttu

Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands afhendir Verzlunarskóla Íslands styttu ...
14. okt 2005

Arna Harðardóttir ráðin til Viðskiptaráðs

Arna Harðardóttir hefur verið ráðin til Viðskiptaráðs Íslands. Hún mun starfa ...
19. jan 2007

Nafnabreyting kynnt - Viðskiptaráð Íslands

Nafnabreyting Verslunarráðs Íslands var kynnt í gær á fjölmennri samkomu félaga ...
1. sep 2005