Samkomulag undirritað í dag: Úrvinnsla skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur nú verið undirritað, en með því er ætlunin að flýta fjárhagslegri endurskipulagning um 6.000 fyrirtækja í bankakerfinu. Að því standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands, skrifaði undir samkomulagið fyrir hönd ráðsins í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Samkomulagið verður kynnt á opnum fundi á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 17. desember kl. 8.30-10.00.

Viðskiptaráð hefur opnað upplýsingavef um samkomulagið
Á upplýsingavef Viðskiptaráðs er að finna spurningar og svör tengd samkomulaginu. Fyrirtæki eru hvött til að kynna sér efni þess og leita til síns fjármálafyrirtækis eftir nánari upplýsingum og endurskipulagningu á grunni samkomulagsins. Á síðunni eru tilgreind fyrirtæki sem eru reiðubúin að aðstoða í þeirri umleitan. Upplýsingavefur Viðskiptaráðs er aðgengilegur hér.

Fyrirtæki aftur gerð að raunverulegum þátttakendum í hagkerfinu
Finnur Oddsson framkæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að úrlausn skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja miði að því að gera fjölda fyrirtækja, sem búið hafa við verulega óvissu, aftur að raunverulegum þátttakendum í hagkerfinu. Um samkomulagið segir Finnur: „Þetta er líklega ein stærsta, framkvæmanlegasta efnahagsaðgerðin sem völ er á við núverandi aðstæður og líklegt að hún hafi veruleg jákvæð áhrif á umsvif í hagkerfinu og gagnist þannig bæði íslenskum heimilum og atvinnulífi.“

Breið samstaða er um samkomulagið og fagnar Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, því að samkomulagið sé nú í höfn. Hann hvetur jafnframt alla ábyrga aðila í íslensku atvinnulífi til að leggjast á árarnar svo sem flest atvinnufyrirtæki stígi skrefið úr skuldaflækju inn á beina braut sköpunar atvinnutækifæra og verðmæta. Þá undirstrikar hann eftirfarandi: „Ríkisstjórnin vill standa við bakið á atvinnulífinu í landinu, þetta er eitt skref af mörgum framundan.“

Morgunverðarfundur um samkomulagið á föstudag
Samkomulagið verður kynnt stjórnendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á opnum morgunverðarfundi á föstudaginn. Fundurinn fer fram í Gullteig á Grand Hótel, en boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:00. Skráning á morgunverðarfundinn fer fram hér.

Tengt efni:

Tengt efni

Stjórn Landspítala verði raunverulegur æðsti ákvörðunaraðili

Umsögn Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um breytingu á lögum um ...
7. apr 2022

Faglega og rekstrarlega sterk stjórn Landspítala gæti verið gæfuspor

Viðskiptaráð telur að skýra þurfi ábyrgðarsvið og heimildir stjórnar Landspítala ...
1. feb 2022

Tvöfalt heilbrigðiskerfi í bígerð

Viðskiptaráð hvetur ráðherra til að ná samningum á grundvelli tímabærra ...
23. apr 2021