Námsstyrkir VÍ - Umsóknarfrestur rennur út á föstudag

Viðskiptaráð tekur virkan þátt í uppbyggingu menntunar og er bakhjarl bæði Verzlunarskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í gegnum Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun (SVÍV). Ráðið hefur um árabil veitt styrki til framhaldsnáms erlendis og verða veittir fjórir styrkir í ár.

Nú þegar hefur borist fjöldi umsókna um námsstyrki Viðskiptaráðs 2011. Við minnum umsækjendur á að umsóknarfrestur rennur út næstkomandi föstudag (28. janúar) kl. 16:00. Styrkirnir verða afhentir á Viðskiptaþingi sem fram fer 16. febrúar.

Nánar hér:

Tengt efni

Afhjúpun styttu

Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands afhendir Verzlunarskóla Íslands styttu ...
14. okt 2005

Arna Harðardóttir ráðin til Viðskiptaráðs

Arna Harðardóttir hefur verið ráðin til Viðskiptaráðs Íslands. Hún mun starfa ...
19. jan 2007

Nafnabreyting kynnt - Viðskiptaráð Íslands

Nafnabreyting Verslunarráðs Íslands var kynnt í gær á fjölmennri samkomu félaga ...
1. sep 2005