Viðskiptaþing 2011: Endurreisnin samstarfsverkefni

Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs, ræddi í setningarræðu sinni á árlegu Viðskiptaþingi ráðsins, sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica, um mikilvægi víðtæks samstarfs fyrir framvindu endurreisnarinnar.

„Með samvinnu fyrirtækja á ólíkum sviðum og samnýting þekkingar aukast möguleikar okkar á að nýta auðlindir og það samkeppnisforskot sem þær gefa okkur. Skýrsla Viðskiptaráðs leggur þunga áherslu á mikilvægi slíkrar samvinnu. Og þannig er það. Góð samvinna á sviði rannsókna og mennta í atvinnulífinu leysir úr læðingi mikil verðmæti, samvinna og samkeppni þrífast ágætlega saman. Góð samvinna atvinnulífs og stjórnvalda drepur úr dróma höft og hindranir sem koma í veg fyrir bætt lífskjör þjóðarinnar.“

Vitnaði Tómas undir lok ræðu sinnar til hvatningarorða Jónasar Hallgrímssonar, sem birtust í tímaritinu Fjölni árið 1835. Sú hvatning taldi Tómas ætti að vekja alla - atvinnulíf, stjórnvöld, fjölmiðla og fjölskyldur - til umhugsunar um mikilvægi þess að standa saman og finna í sameiningu lausn á þeim vanda sem við er að etja. „Við skulum standa saman og takast á við tækifærin - ef við berum gæfu til að grípa þau er enginn vafi á að Íslandi mun vegna vel.“

Ræðu Tómasar má nálgast hér og glærur hér.

Tengt efni

Gera þarf breytingar á fjölda og fjármögnunarkerfi sveitarfélaga

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (mál nr. 72/2023).
19. apr 2023

Meira fyrir minna  - öllum til hagsbóta

Þrátt fyrir að við stöndum frammi fyrir miklum áhrifum af COVID-19 á allt ...
22. okt 2020

Góðar aðgerðir sem duga skammt

Viðskiptaráð fagnar þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið vegna kórónuveirunnar ...
24. mar 2020