Viðskiptaþing 2011: Nýtum reynsluna

Á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem fram fer nú á Hilton Reykjavík Nordica, gerði Hrund Rudólfsdóttir, framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs Marels, yfir mikilvægi reynslunnar. Sagði hún þekkingu sem yrði til úti í atvinnulífinu ekki leika síðra hlutverk en formleg menntun. Mikil verðmæti fælust í reynslunni og hana þyrfti að virða, nýta og varðveita. Nefndi hún söguna af OZ í þessu ljósi.

„Gott dæmi um þetta er sagan af OZ sem var saga sigra og ósigra. OZ náði ekki að blómstra á Íslandi og óhætt að segja að styr hafi staðið um félagið á síðustu árum þess hérlendis. En sagan er ekki búin, því sú öfluga verkþekking og alþjóðlega sjónarhorn sem varð til þar, nýtist nú í fjölda fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis, og segja má að hjá OZ hafi verið sáð fræjum sem síðar urðu að blómlegum rekstri og verðmætum á Íslandi.“

Að áliti Hrundar væri vert að staldra við þessa sögu OZ enda gæti hún gefið vísbendingar um hvernig nálgast ætti áföll eins og bankahrunið. Það væri erfitt að mæla því mót að verðmæti fælust í þeirri reynslu sem varð til við uppbyggingu kerfisins, enda hafi þar margt verið gert vel og fjöldi fólks hafi öðlast reynslu af fjármálum og alþjóðlegri atvinnustarfsemi. Það hvernig unnið væri úr hruni kerfisins myndi hins vegar ákvarða hvort þessi þekking yrði nýtt til verðmætasköpunar á Íslandi.

„í öllu falli er óhætt að segja að óhóflega dýr lexía íslenska bankahrunsins verður okkur enn dýrari ef ekki verður leyfilegt að læra af henni og nýta þau verðmæti sem standa eftir í reynslu fólks og þekkingu.“

Ræðu Hrundar má nálgast hér og glærur má nálgast hér.

Tengt efni

Umsagnir

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020
Greinar

Hlutabætur í algjörri óvissu

Eftir að umræðan komst á flug um hverjir ættu rétt á úrræðinu eða ekki, hefur ...
19. maí 2020
Fréttir

Viðskiptaþing 2011: Fimm áherslur til framfara

Í ræðu sinni á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem nú stendur yfir á Hilton ...
16. feb 2011