Viðskiptaþing 2011: Heilsa á grunni náttúru

Eitt af umræðuefnum árlegs Viðskiptaþings Viðskiptaráðs, sem nú er haldið á Hilton Reykjavík Nordica, var náttúran og þau tækifæri sem felast í henni. Þrír einstaklingar, úr mismunandi áttum, fluttu erindi. Þetta voru þau Björn Zoega forstjóri Landspítalans, Gunnar Ármannsson hjá Primacare og Perla Björk Egilsdóttir hjá SagaMedica og jafnframt formaður Samtaka heilbrigðisiðnaðarins.


Óvenjulegur vinkill var tekin á umræðuna og farið út fyrir þessa hefðbundnu náttúru- og ferðaþjónustuumfjöllun. Fjallað var um náttúru út frá heilbrigðissjónarmiðum og hvernig hægt er að nýta saman þá náttúru sem við búum yfir og þekkingu innan heilbrigðisgeirans, t.d. til heilbrigðisferðaþjónustu.

Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum heilbrigðis, en Björn ræddi í erindi sínu árangur íslensks heilbrigðiskerfis og styrkleika þess, t.a.m. samanborið við önnur OECD lönd, auk þess sem fram kom að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hefði náð góðum árangri í vísindum og þróun. Við boltanum tók Gunnar, sem fjallaði um þau tækifæri sem felast í mikilli þekkingu og árangri í heilbrigðsmálum, t.d. með því að tengja saman heilbrigðisúrræði og íslenska náttúru og laða þannig til landsins erlenda sjúklinga til meðferðar af ýmsum toga sem og fjölskyldur þeirra. Minnti Gunnar á mikilvægi þess að tala ekki niður tækifærin, það þyrfti að gæta jafnvægis í umræðunni.

Perla Björk fór yfir ávinning samstarfs þvert á heilbrigðis og náttúrugreinar og sagði m.a. að „þó fyrirtæki innan heilbrigðisiðnaðarins séu auðvitað bæði mörg og ólík þá eru vissulega til staðar sameiginlegir hagsmunafletir þar sem styrkur er af meira samstarfi og samstarfið skilar sér svo beint til fyrirtækjanna með aukinni hagkvæmni og sparnaði.“ Í lok erindisins gerði Björn grein fyrir því sem gera þarf til að nýta fjölmörg og góð tækifæri. Meðal annars benti hann á mikilvægi skýrrar stefnumörkun, markaðsstarf og að aðilar á þessu svið, opinberir og einkaaðilar beiti kröftum sínum í samstarfi til að ná betri árangri.

Glærur Björns, Gunnars og Perlu má nálgast hér.

Tengt efni

Útgáfa

Haglíkan í skugga COVID-19

Hversu þungt verður höggið? Viðskiptaráð Íslands hefur sett fram einfalt ...
27. apr 2020
Umsagnir

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020
Greinar

Að spá fyrir um það sem hefur aldrei gerst

Sé kíkt undir húddið sést að atvinnuleysi er sá þáttur sem ræður einna mestu um ...
13. maí 2020