Fyrirtækjagátt eykur gagnsæi

Á Viðskiptaþingi sem haldið var á miðvikudaginn í síðustu viku opnaði Viðskiptaráð á vef sínum svokallaða Fyrirtækjagátt, þar sem safna á miðlægt nokkrum grunnupplýsingum um rekstur stærstu fyrirtækja landsins. Gáttin, sem er afurð Umbótaþings ráðsins, hefur þann megintilgang að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og hvetja fyrirtæki um leið til að efla upplýsingagjöf. Þessi áhersla Umbótaþingsins var ekki að ástæðulausu, eins og reynslan hefur sýnt.

Ásýnd atvinnulífsins, hér heima og erlendis, ræðst að stórum hluta af vilja fyrirtækja til að upplýsa um helstu atriði í sínum rekstri. Á þessum upplýsingum byggja fjárfestar ákvarðanir, fjölmiðlar umfjöllun, almenningur afstöðu og stjórnvöld aðgerðir sínar. Slök skil á lykilupplýsingum byrgja aðilum sýn á stöðu og þróun atvinnulífsins og eru því tilefni samskiptaörðugleika og vantrausts. Fyrirtækjagáttinni er ætlað að stuðla að bættum vinnubrögðum, auka gagnsæi og trúverðugleika.

Skráning í gáttina er rafræn og er möguleg allt árið um kring og fyrirtæki hafa einnig kost á að uppfæra veittar upplýsingar hvenær sem er. Gáttin er þó gefin út með formlegum hætti þegar lögbundnum fresti til að skila ársreikningi er lokið. Rétt er að taka fram gerð er sú krafa að neðangreind gögn séu gerð aðgengileg í gegnum Fyrirtækjagáttina, en þau fyrirtæki sem gera flest þeirra aðgengileg verða titluð Forystufyrirtæki gáttarinnar.

Þessar upplýsingar eru:

Innan gáttarinnar er jafnframt að finna allskyns fróðleik fyrir stjórnendur að kynna sér, s.s. gagnaveitur á sviði stjórnarhátta, löggjöf, námsskeið innan háskóla hérlendis o.fl. Þá er stefnt að því að á gáttinni verði að finna yfirlit yfir viljuga einstaklinga sem hafa reynslu af stjórnarstörfum og/eða lokið hafa námsskeiðum á sviði stjórnarhátta fyrirtækja og hafa áhuga á að taka að sér stjórnarstörf.

Rétt er að taka það fram að gáttin er enn í vinnslu, en stefnt er að því að fyrsta formlega opnun hennar verði núna í haust. Næstu mánuðir verða því nýttir til að vekja athygli á framtakinu, fjölga fyrirtækjum í gáttinni, afla samstarfsaðila og um leið laga tæknilega annmarka og annað sem þarfnast lagfæringar.

Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að leggjast á árarnar og efla íslenskt atvinnulíf með aukinni og bættri upplýsingagjöf eru hvött til að skrá sig í Fyrirtækjagáttina.

Tengt efni

Stjórnvöld nýta ekki undanþágur atvinnulífinu til hagsbóta

Umsögn VÍ og SA um drög að frumvarpi til laga um breytinga á lögum um ...
6. des 2022

Er Ísland ekki norrænt velferðarríki?

Efling heldur því fram að Ísland geti ekki talist vera norrænt velferðarríki. ...
6. júl 2022

Skerðir ákvörðunarrétt sjúklinga

Breytingarnar girða fyrir rafrænar lausnir á sviði lyfjasölu sem hindrar ...
21. jún 2021