Klasar á Íslandi: Vænleg leið til uppbyggingar?

2011.05.12 vþ skýrsla forsíðaÞessi grein er ein margra greina í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands til árlegs Viðskiptaþings. Skýrslan í ár ber heitið Tökumst á við tækifærin - atvinnulíf til athafna og pdf útgáfu skýrslunnar má nálgast á þessari slóð.


2011.05.16 Hákon GunnarssonHaustið 2010 kynnti Michael Porter kortlagningu á íslenska jarðvarmaklasanum.1 Þar kom fram að styrkleikar Íslands á sviði jarðvarma liggja helst í fjölnýtingu hans, sem á engan sinn líka. Þá eru þekking og orðstír íslenskra sérfræðinga á sviði jarðvarma góð og alþjóðlegt tengslanet þeirra sterkt. Saman mynda þessir þættir samkepfpnisforskot Íslands á sviði starfsemi sem tengist jarðvarma. Í fyrirlestri sínum skilgreindi Porter tvo klasa sem fest hafa sig í sess (e. established) og gætu haft gildi á heimsvísu. Það voru sjávarútvegsklasi annars vegar og klasi um orkufreka málmframleiðslu hins vegar. Aðrir klasar í burðarliðnum voru m.a. á fsviði ferðaþjónustu, líftækni og jarðvarma.

Á sama tíma steðja ýmsar hættur að jarðvarmaklasanum. Stærð fyrirtækjanna er óhagkvæm; þau eru lítil á heimsvísu þó afar mikilvægir samrunar hafi átt sér stað t.d. í verkfræðigeiranum. Markaðsaðstæður innanlands eru flóknar og þó menntun á sviði jarðvarma sé öflug gæti hún verið markvissari. Sama gildir um skipulega gagnaöflun, rannsóknir og nýsköpun innan geirans. Þá gæti mikill orkuforði hér á landi heft frekari þróun og þekkingaruppbyggingu á betri nýtingu auðlindarinnar. Einnig var skortur á erlendri fjárfestingu nefndur sérstaklega. Það sem talið var standa frekari þroska klasans fyrir þrifum var hins vegar skortur á markvissri stefnumótun og samstarfi ólíkra hagsmunaaðila á sviði jarðvarma.

Uppbygging yfir allt landið
Um nokkurt skeið – bæði fyrir og eftir hrun – hafa stjórnvöld og atvinnulíf komið fram sem miklar andstæður og gagnkvæmt traust þessara aðila hefur verið takmarkað. Þetta háir framþróun atvinnulífs á mörgum sviðum. Uppfbygging á klasasamstarfi sem nær yfir allt landið í lykilatvinnugreinum þar sem vaxtabroddur framtíðarinnar liggur gæti verið stórt skref til hagsældar. Þetta á ekki eingöngu við um jarðvarmann heldur einnig um sjávarútveg, ferðaþjónustu, heilbrigðisgeirann, líftækni, skapandi greinar og svo mætti lengi telja.

Um  heim allan má finna dæmi þar sem þessi aðferðafræði er notuð og henni beitt með góðum árangri á þeim 20 árum sem liðin eru síðan hún kom fyrst fram. Einnig hefur komið í ljós hvað það er sem ber að varast í uppbyggingu á klasaumhverfi. Til að mynda þarfhlutverk opinberra aðila, atvinnulífs, menntastofnana og annarra hagsmunaaðila að vera mjög vel skilgreint. Grundvallaratriði er að í framkvæmd slíkrar stefnu sé atvinnulífið í forgrunni – en hlutverk stjórnvalda er að styðja við uppbyggingu lagaramma, markaðssetningu og gæðaeftirlit svo dæmi séu tekin.

Í desember síðastliðnum gerði bandaríska ríkisstjórnin undir forystu Barack Obama samning við stofnun Michael Porters við Harvard háskóla (Institute for Strategy and Competitiveness) um að stjórna stefnumótun fyrir bandaríska efnahagsráðuneytið (U.S. Commerce Department´s Economic Development Administration) um kortlagningu klasa í öllum fylkjum Bandaríkjanna.

Okkur Íslendingum gæti staðið til boða að leitaf í smiðju helstu sérfræðinga heims á þessu sviði og þiggja góð ráð. Ættum við að grípa það frábæra tækifæri? Eða þurfum við ekki að leita í smiðju annarra þjóða í uppbyggingu atvinnulífsins?

Hákon Gunnarsson, Gekon


1. http://www.icelandgeothermal.is/

Tengt efni

Föstudagskaffi um atvinnurekstur hins opinbera

Viðskiptaráð býður til hálfsmánaðarlegs morgunfundar föstudaginn 26. nóvember.
24. nóv 2021

Í góðum félagsskap evrópsks eftirlits

Nú þegar þörfin er sem allra brýnust er vonandi að þingheimur átti sig á því ...
7. maí 2020

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Sjö útskriftarnemar úr Háskólanum í Reykjavík tóku við viðurkenningu frá ...
26. jún 2020