Sóknarfæri innan ferðaþjónustunnar

2011.05.12 vþ skýrsla forsíðaÞessi grein er ein fjölmargra í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands til árlegs Viðskiptaþings. Skýrslan í ár ber heitið Tökumst á við tækifærin - atvinnulíf til athafna og pdf útgáfu skýrslunnar má nálgast á þessari slóð.


2011.05.16 Dagný PétursdóttirFerðaþjónustan stendur undir um 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og sóknarfæri greinarinnar eru mikil. Það markmið hefur verið sett að hingað komi ein milljón ferðamanna á næstu árum. Til að ná því þarf aukinn árangur í vetrarferðamennsku og jafnari ferðamannastraum yfir árið. Núverandi innviðir ferðaþjónustunnar munu vart hafa undan ef umrædd aukning ferðamanna verður eingöngu yfir sumartímann. Það er því ljóst að efla þarf bæði vöruþróun og markaðssetningu á erlendri grundu til að ná þessu markmið, en það mun taka bæði tíma og útsjónarsemi.

Verðmætasköpun ofar magni
Hvað ef við snúum aðeins upp á ofangreint markmið og einsetjum okkur að hækka tekjur af hverjum erlendum ferðamanni  í eina milljón að meðaltali í stað þess að fjölga þeim í milljón? Þannig mætti auka verðmætasköpun í greininni með öðrum leiðum en að fjölga ferðamönnum.  Um leið má draga úr fyrirséðu álagi á náttúru landsins.

Tekjur af hverjum erlendum ferðamanni eru að meðaltali rúmlega 300 þúsund krónur í dag. Til þess að auka meðaltekjur af hverjum ferðamanni þarf markaðssetning á Íslandi að vera hnitmiðuð og höfða til viðeigandi markhópa. Skilgreina þarf bæði viðfangsefnin en umfram það þarf aukið samstarf aðila innan greinarinnar.

Heilsutengd ferðaþjónusta skapar verðmæti
Sóknarfæri til að auka verðmætasköpun innan ferðaþjónustu eru víða og meðal annars í heilsutengdri ferðaþjónustu.  Rannsóknir sýna að meðaltekjur af hverjum ferðamanni sem ferðast í þeim tilgangi að efla heilsu eru mun hærri en meðaltekjur af almennum ferðamönnum. Full ástæða er því til að styðja við og leggja áherslu á þá grein ferðaþjónustu ásamt því að skoða aðra möguleika á aukinni verðmætasköpun.
Bláa Lónið hefur sinnt forystuhlutverki í gjaldeyrisskapandi heilbrigðisþjónustu á undanförnum árum.  Á hverju ári sækja tugir erlendra psoriasissjúklinga Bláa Lónið heim og dvelja hér á landi í allt að  fjórar vikur í senn. Bláa Lónið undirbýr frekari markaðssókn á þessu sviði sem verður vonandi einnig hvatning  til þeirra sem að undanförnu hafa verið að þróa frekara þjónustuframboð á þessu sviði  t.d. lækningaaðgerðir.

Dagný Pétursdóttir, Bláa lónið

Tengt efni

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022

Klæðlausar Kjarafréttir

Enn og aftur eru nýju fötin sem Keisarinn fékk frá Kjarafréttum í efnisminni ...
20. okt 2022

Ekki skjóta sendiboðann

Efling segir framlag hins opinbera til nokkurra málaflokka benda til þess að ...
16. ágú 2022