Vídd í stjórnendahópi – klisjur eða staðreyndir?

2011.05.12 vþ skýrsla forsíðaÞessi grein er ein margra í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands til árlegs Viðskiptaþings. Skýrslan í ár ber heitið Tökumst á við tækifærin - atvinnulíf til athafna og pdf útgáfu skýrslunnar má nálgast á þessari slóð.


2011.05.17 Katrín Olga JóhannesdóttirSkiptir máli að hafa vídd í stjórnendahópi? Skiptir máli að hafa góða aldursdreifingu, að samsetning kynjanna sé í góðu jafnvægi, að hlúð sé að fjölbreitni í menntun og reynslu svo eitthvað sé nefnt? Ég held að flestir séu sammála um slík vídd sé æskileg og skili fyrirtækjum betri árangri litið til lengri tíma.  

Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum um að auka hlut kvenna við  stjórnun fyrirtækja. Því miður vill umræðan oft og tíðum einkennast af fyrirfram ákveðnum hugmyndum um að slíkt tal flokkist undir feminisma og kvenréttindakvabb – ekki sé hægt að ráða konu bara af því að hún er kona. Klisjur á við að „Konur sækjast ekki eftir stjórnunarstöðum“ eru notaðar til að slá á mikilvægi þessarar víddar í rekstri fyrirtækja.

Hið virta ráðgjafafyrirtæki McKinsey gaf árið 2008 út skýrslu sem ber yfirskriftina: Women matter: gender diversity, a corporate performance driver. Í þeirri skýrslu kemur m.a. í ljós að fyrirtæki sem taka tillit til kynjahlutfalls við stjórnun síns fyrirtækis skila að meðaltali 10% meiri arðsemi eigin fjár, 48% hærri EBIDTA og 1,7 sinnum hærra verði á hlutabréfum á hlutabréfamarkaði. 

Fjöldi rannsókna á sama viðfangsefni sýna sömu niðurstöðu; að fjárhagsleg afkoma fyrirtækja batnar með auknum fjölda kvenna við stjórnvölinn. Þessar rannsóknir rýra þá fullyrðingu að fjölgun kvenna í stjórnun fyrirtækja sé eingöngu kvennréttindabarátta. Hér er um klára viðskiptahagsmuni að ræða því með aukinni vídd í stjórnendahópi má stuðla að bættum rekstrarárangri. Þetta er umhugsunarefni fyrir alla þá sem vilja veg íslensks atvinnulífs meiri.

Katrín Olga Jóhannesdóttir, Já upplýsingaveitur

Tengt efni

Kynjahlutfall: miðar hægt en í rétta átt

Þann 1. september 2013 taka gildi lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns sé ...
10. sep 2012

Vídd í stjórnendahópi – klisjur eða staðreyndir?

Þessi grein er ein margra í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands til árlegs ...
30. maí 2011