Fundir um mikilvæg málefni

Á morgun, fimmtudaginn 9. júní, fara fram tveir fundir þar sem fjallað verður um málefni sem eru íslensku viðskiptalífi afar mikilvæg um þessar mundir. Annars vegar er það ráðstefna Samkeppniseftirlitsins um samkeppni eftir hrun og hins vegar er það fundur Íslandsstofu um viðskipti og fjárfestingar á tímum gjaldeyrishafta. Báðir viðburðir fara fram á Hilton Reykjavík Nordica, en nánari upplýsingar má finna hér að neðan.

Samkeppnin eftir hrun
Samkeppniseftirlitið kynnir skýrslu sína „Samkeppnin eftir hrun“ á ráðstefnu fimmtudaginn 9. júní á Hilton Reykjavík Nordica. Í skýrslunni er kynnt niðurstaða rannsóknar um fjárhagsstöðu og fjárhagslegar endurskipulagningar stærri fyrirtækja og eignarhald þeirra. Þá er farið yfir sjónarmið um endurskipulagningu banka á fyrirtækjum og kynntar leiðir til úrbóta. Húsið opnar klukkan 8, dagskrá hefst klukkan 8.30 og lýkur klukkan 10.15. Eftirfarandi erindi verða flutt á fundinum:

 • Páll Gunnar Pálsson, forstjóri - Vandi atvinnulífsins og samkeppninnar
 • Benedikt Árnason, hagfræðingur - Rannsókn Samkeppniseftirlitsins
 • Sonja Bjarnadóttir, lögfræðingur - Eftirlit með yfirtökum banka á fyrirtækjum

Seinni hluti – Hvert skal stefnt?

 • Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra
 • Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
 • Hermann Guðmundsson, forstjóri N1

Skráning á ráðstefnu Samkeppniseftirlitsins fer fram hér.

Gjaldeyrishöft - viðskipti og fjárfestingar
Íslandsstofa býður til fundar fimmtudaginn 9. júní á Hilton Reykjavík Nordica um viðskipti og fjárfestingar á tímum gjaldeyrishafta á Íslandi. Fundurinn hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 11.30. Frummælendur verða í pallborði að framsöguerindum loknum og svara spurningum úr sal, en dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 • Ávarp fundarstjóra - Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors og stjórnarmaður í Íslandsstofu
 • Áhrif gjaldeyrishafta á viðskipti á Íslandi - Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjalausna og - ráðgjafar Arion banka
 • Tækifæri og skilyrði til fjárfestinga erlendra aðila í íslensku atvinnulífi - Agnar Hansson, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Arctica Finance
 • Reynslusaga af erlendum viðskiptum og fjárfestingum - Magnús Garðarsson, forstjóri Íslenska kísilfélagsins
 • Áætlunin um losun gjaldeyrishaftanna - Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og Freyr Hermannsson, alþjóða- og markaðssviði Seðlabanka Íslands

Skráning fer fram á vef Íslandsstofu.

Tengt efni

Almennar aðgerðir varði leiðina áfram

Með ströngum skilyrðum hlutabótarleiðar er beinlínis gengið gegn þeirri áherslu ...
27. maí 2020

Hálendisþjóðgarður þarfnast betri undirbúnings

Viðskiptaráð getur ekki stutt Hálendisþjóðagarð í óbreyttri mynd og leggur til ...
3. feb 2021

Til aðstoðar fyrirtækjum með afgerandi hætti

Starfshópur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur lagt fram tillögur í ...
29. jún 2020