Staða efnahagsmála á Íslandi - uppfærð skýrsla

Frá falli bankanna í október 2008 hefur íslenskt efnahagslíf gengið í gegnum margskonar breytingar. Vegna skorts á upplýsingagjöf til erlendra aðila hafa þeir sjaldnast heildaryfirsýn yfir þessar breytingar og stöðu mála.

Því hefur Viðskiptaráð staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um þróun efnahags- og stjórnmála hérlendis frá haustinu 2008, en nýjasta útgáfa af skýrslunni: The Icelandic Economic Situation - Status report er gefin út nú í ágúst 2011. Af henni má ráða að þrátt fyrir fjölmörg vandamál þá er hagkerfið enn stöndugt á flesta mælikvarða.

Viðskiptaráð hefur með reglubundnum hætti gefið út þessa skýrslu og þá með sérstaka áherslu á þá viðburði sem fara hæst hverju sinni. Nýjasta útgáfan er sú fjórtánda í röðinni og hafa síðustu útgáfur tekið töluverðum efnislega breytingum frá þeim fyrri. Í fjórtándu útgáfunni bætist við umfjöllun um samsetningu íslensks atvinnulífs auk þess sem bætt hefur verið við gröfum og myndum. Skýrsluna má nálgast hér.

Þessi skýrsla er fyrst og fremst hugsum sem safn upplýsinga, tilvísana og hlekkja í vefsíður og gögn annarra aðila frekar en greining á þróun og stöðu efnahagsmála. Í skýrslunni er að finna efni frá margvíslegum aðilum t.a.m. um:

  • Fall og endurskipulagningu bankakerfisins
  • Utanríkissamskipti
  • Breytingar á hinu pólitíska landslagi
  • Stöðu hagkerfisins, t.d. skuldastöðu þjóðarbúsins, verðbólgu, atvinnuleysi, krónuna og skattabreytingar
  • Icesave samkomulagið, þjóðaratkvæðagreiðslurnar, ESA ferlið og rök gegn ríkisábyrgð
  • IMF áætlunina
  • Úrvinnslu á skuldavanda fyrirtækja og heimila
  • Aðildarferlið að Evrópusambandinu

Nýjar glærur

Þá hefur Viðskiptaráð reglulega gefið út samhliða skýrslunni glærur þar sem stiklað er á stóru. Nýjusta útgáfu þeirra má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir:

Tengt efni

Staða efnahagsmála á Íslandi - uppfærð skýrsla

Frá falli bankanna í október 2008 hefur íslenskt efnahagslíf gengið í gegnum ...
15. apr 2011

Nýtt upplýsingaskjal á ensku um stöðu efnahagsmála

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum umtalsverðar breytingar á síðustu ...
18. júl 2013

Nýjar glærur um stöðu efnahagsmála á Íslandi

Viðskiptaráð hefur staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um stöðu og þróun ...
27. jún 2011